Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 43
1 69. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almennings- heill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Af ákvæðinu verður ráðið að löggjafarvaldinu er heimilt að leggja eins og þar segir bönd á atvinnufrelsi manna, en fyrir því eru sett tvö skilyrði: a) 1 fyrsta lagi er það ekki heimilt nema almenningsheill krefji og er ákvæðið að því leyti hliðstætt 67. gr. stjórnarskrárinnar. En Hæstiréttur hefur talið að löggjafinn ætti sjálfur fullnaðar- mat um það, hvort þessu skilyrði væri fullnægt, og meðan þar við situr er fremur lítið hald í þessu ákvæði gagnvart löggjaf- anum. b) Annað skilyrði er, að þessar takmarkanir séu settar með lögum. Má raunar segja að aðalþýðing 69. gr. sé sú, að handhöfum fram- kvæmdavaldsins er óheimilt að skerða atvinnufrelsi manna án lagaheimildar. Þessi skilyrði eru hliðstæð skilyrðum 67. gr. en sá munur er hins vegar á greinunum, að í 69. gr. er ekki tekið fram að þeir, sem verða fyrir tjóni vegna skerðingar á atvinnufrelsi eigi rétt á bótum. Af því má væntanlega gagnálykta á þann veg, að þeim beri ekki bætur á grundvelli 69. gr., en síðar verður fjallað um hlutverk 67. gr. að þessu leyti. Sé látið við það sitja að skýra 69. gr. með þessum hætti, má taka undir þau orð Ólafs Jóhannessonar í Stj órnskipun Islands (Reykjavík 1978, bls. 460) að réttarleg þýðing 69. gr. sé ekki ýkjamikil. Það er hins vegar rík ástæða til að hugleiða, hvort í því skilyrði 69. gr. að lagaheimild þurfi, felist ekki líka sú krafa, að löggjafarvaldið verði sjálft að taka afstöðu til þess, hvaða takmarkanir megi setja, og í því efni sé ekki nóg að veita ráðherra nánast opna heimild til að setja slíkar reglur. Eru þá höfð í huga viðhorf, sem fram hafa komið um lagaheimildir til eignarnáms. Þetta atriði sækir vissulega á, þegar laga- heimildir um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu eru lesnar, en á hinu leitinu er það viðhorf, að vart sé gerlegt fyrir löggjafann að setja nákvæmar reglur um slík mál. 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.