Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 43

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 43
1 69. gr. stjórnarskrárinnar segir: „Engin bönd má leggja á atvinnufrelsi manna, nema almennings- heill krefji, enda þarf lagaboð til.“ Af ákvæðinu verður ráðið að löggjafarvaldinu er heimilt að leggja eins og þar segir bönd á atvinnufrelsi manna, en fyrir því eru sett tvö skilyrði: a) 1 fyrsta lagi er það ekki heimilt nema almenningsheill krefji og er ákvæðið að því leyti hliðstætt 67. gr. stjórnarskrárinnar. En Hæstiréttur hefur talið að löggjafinn ætti sjálfur fullnaðar- mat um það, hvort þessu skilyrði væri fullnægt, og meðan þar við situr er fremur lítið hald í þessu ákvæði gagnvart löggjaf- anum. b) Annað skilyrði er, að þessar takmarkanir séu settar með lögum. Má raunar segja að aðalþýðing 69. gr. sé sú, að handhöfum fram- kvæmdavaldsins er óheimilt að skerða atvinnufrelsi manna án lagaheimildar. Þessi skilyrði eru hliðstæð skilyrðum 67. gr. en sá munur er hins vegar á greinunum, að í 69. gr. er ekki tekið fram að þeir, sem verða fyrir tjóni vegna skerðingar á atvinnufrelsi eigi rétt á bótum. Af því má væntanlega gagnálykta á þann veg, að þeim beri ekki bætur á grundvelli 69. gr., en síðar verður fjallað um hlutverk 67. gr. að þessu leyti. Sé látið við það sitja að skýra 69. gr. með þessum hætti, má taka undir þau orð Ólafs Jóhannessonar í Stj órnskipun Islands (Reykjavík 1978, bls. 460) að réttarleg þýðing 69. gr. sé ekki ýkjamikil. Það er hins vegar rík ástæða til að hugleiða, hvort í því skilyrði 69. gr. að lagaheimild þurfi, felist ekki líka sú krafa, að löggjafarvaldið verði sjálft að taka afstöðu til þess, hvaða takmarkanir megi setja, og í því efni sé ekki nóg að veita ráðherra nánast opna heimild til að setja slíkar reglur. Eru þá höfð í huga viðhorf, sem fram hafa komið um lagaheimildir til eignarnáms. Þetta atriði sækir vissulega á, þegar laga- heimildir um stjórnun fiskveiða og búvöruframleiðslu eru lesnar, en á hinu leitinu er það viðhorf, að vart sé gerlegt fyrir löggjafann að setja nákvæmar reglur um slík mál. 121

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.