Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 44

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Side 44
VI. FRIÐHELGI EIGNARRÉTTARINS. I 67. gr. stjórnarskrárinnar segir að eignarrétturinn sé friðhelgur, og engan megi skylda til að láta af hendi eign sína, nema almenningsþörf krefji, og til þess þurfi lagafyrirmæli og fullt verð komi fyrir eign- ina. Það er viðurkennd skoðun að orðið eign og eignarréttur séu þarna notuð í víðtækri merkingu. Orðið eign taki ekki aðeins til ópersónu- legra áþreifanlegra verðmæta, s.s. fasteigna og lausafjár, heldur komi þar einnig til ýmis óbein eignarréttindi og þ.m.t. aflahæfi og at- vinnuréttindi. Mismunandi skoðanir hafa verið uppi um það, hvort binda eigi þá vernd, sem felst í 67. gr., við atvinnuréttindi, er sérstakt leyfi eða löggildingu af hálfu stjórnvalda þarf til, en ég hygg að þeirri skoðun sé nú almennt fylgt að ekki sé rétt að þrengja verndina með þessum hætti. Það skipti hins vegar meira máli að hlutaðeigandi hafi stundað tiltekna atvinnu um nokkurt skeið. Þegar stjórnvöld grípa til framleiðslustjórnunar í atvinnugrein, rís því ekki eingöngu spurningin um, hvort með slíkum aðgerðum sé and- stætt eignarnámsákvæði stjórnarskrárinnar raskað fasteignum eða lausafé manna, heldur getur þar einnig reynt á skerðingu á atvinnu- réttindum einstakra manna. Hér verður ekki fjallað sérstaklega um skilyrði 67. gr. um lagaheim- ild og almenningsþörf, heldur skal aðeins minnt á það, sem sagt var um þau atriði í tengslum við 69. gr. stjórnarskrárinnar. Þrátt fyrir ákvæði 67. gr. um vernd eignarréttinda, er löngu viður- kennt að löggjafinn getur í ýmsum tilvikum skert eignir manna og umráð yfir þeim á grundvelli svonefndra almennra takmarkana á eignarréttindum án þess að til bótaskyldu leiði. Um það hvar mörkin milli slíkra almennra takmarkana og eignarnáms liggja er hins vegar örðugt að kveða skýrt á. Almennt er nú viðurkennt, að við það mat þurfi að líta til ýmissa atriða og viðhafa heildstætt mat á þeirri skerð- ingu, sem í hlut á hverju sinni. Meðal þeirra atriða, sem gjarnan er nefnt að líta þurfi til eru: a) Hvort takmörkunin teljist almenn og styðjist við almennar efnislegar ástæður, s.s. að hve stórum hóp skerðing beinist og hvort hún bitni tiltölulega jafnt á þeim sem í hlut eiga. b) Hvort aðeins sé um að ræða takmarkanir á umráðum, afnotum eða ráðstöfunarrétti án þess að eigandi sé beinlínis sviptur bein- um eða óbeinum eignarráðum. 122

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.