Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 48

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Page 48
Aí vettvangi Páll Sigurðsson prófessor: UM SAMNINGSBUNDNA TAKMÖRKUN Á ÁBYRGÐ SELJANDA Dómur Hæstaréttar frá 7. mars 1989 í málinu nr. 39/1988. fslensk neytendalöggjöf er fáskrúðug og ófullkomin um margt, ef borið er saman við löggjöf ýmissa grannþjóða okkar á því sviði. Mikil- vægustu ákvæðin, sem sérstaklega er ætlað að vernda hag neytenda gagnvart þeim, sem selja vörur eða þjónustu, gefur að finna í lögum nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskipta- hætti, einkum þó í V. kafla laganna, sem ber heitið „óréttmætir við- skiptahættir og neytendavernd". I 29. gr. laganna er ákvæði, sem hljóðar svo: „Yfirlýsingu um ábyrgð má því aðeins gefa, að ábyrgðaryfirlýsingin veiti viðtakanda betri rétt en hann hefur samkvæmt gildandi lögum.“ 1 ákvæði þessu, sem var nýmæli í íslenskum lögum, felst, samkvæmt orðanna hljóðan, allmikið fyrirheit um vernd neytenda gegn því að seljendur undanþiggi sig efndaábyrgð umfram það, sem lögmælt er. Samkvæmt 1. 56/1978 geta verðlagsyfirvöld m.a. bannað notkun ábyrgð- aryfirlýsinga, sem þau telja að brjóti gegn þessu ákvæði (sbr. 26. og 38. gr. laganna), og refsiábyrgð kemur einnig til greina, þótt eigi muni hafa reynt á til þessa. En fleira kemur til: f þeim dómi Hæsta- réttar, sem hér verður gerður að umtalsefni, er staðfest, að í ákvæði þessu felist einkaréttarleg ógildingarheimild, þ.e. að dómstólum sé heimilt að víkja til hliðar ákvæðum í ábyrgðaryfirlýsingum, sem andstæð séu nefndri lagagrein. Sá hængur er þó á, enn sem komið er, að ýmislegt er óljóst við túlkun og beitingu ákvæðisins í 29. gr. til ógildingar samningsákvæða. Umræddur dómur Hæstaréttar fjallar að sjálfsögðu einungis um tiltekið og afmarkað ágreiningsefni og eru því vissulega takmörk sett hversu víðtækar ályktanir má draga af 126

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.