Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 51

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Síða 51
byggt, að tilvitnað ákvæði ábyrgðarskilmála sé ógilt þar sem ákvæðið brjóti í bága við 29. gr. laga nr. 56/1978 ... Lagagrein þessi er í V. kafla laganna, sem fjallar um óréttmæta viðskiptahætti og neytenda- vernd. I athugasemdum þeim, sem fylgdu lagafrumvarpi þessu, er það var lagt fram á Alþingi, er m.a. tekið fram varðandi greint ákvæði 29. gr., að þessari grein sé ætlað það hlutverk að tryggja í lögum lág- marksrétt, sem svarar til hinna frávíkjanlegu reglna kaupalaganna. Af athugasemdum þessum verður ráðið, að hér sé einkum átt við ákvæði 54. gr. laga 39/1922 um ábyrgðartíma vara.“ Síðan er vísað til framsöguræðu flutningsmanns frumvarpsins á Alþingi, sem síðar getur nánar um, og að lokum segir í forsendum héraðsdómsins: „Lög- skýringargögn þessi benda eindregið til þess, að ætlan löggjafans hafi verið sú, að gildissvið ákvæðis 29. gr. laga 56/1978 yrði mun takmark- aðra, en greinin sjálf gefur til kynna samkvæmt orðanna hljóðan. Þegar þetta er virt, en einnig það, að lagaákvæði þetta ber einnig að skýra þröngt, sem einstaka undantekningu frá meginreglunni um samn- ingsfrelsi aðila, þá þykir ekki unnt að fallast á þá málsástæðu stefn- anda, að lagaboð þetta ógildi fyrrnefnd ákvæði ábyrgðarskírteinisins, sem undanþiggur stefnda greiðsluskyldu vegna flutnings- og ferða- kostnaðar, sem og stefndi hafði undirgengist. Ber því að hafna aðal- kröfu stefnanda um endurgreiðslu flutningskostnaðar." H áfrýjaði nú dómi þessum til Hæstaréttar og krafðist þess, að 1 hf. yrði dæmt til greiðslu fjárhæðar, sem samsvaraði fyrrnefndum flutn- ingskostnaði, auk vaxta og málskostnaðar. I hf. krafðist sýknu og máls- kostnaðar fyrir Hæstarétti. 1 Hæstarétti urðu málalok þau, að krafa H var tekin til greina að öllu leyti. Var niðurstaðan ágreiningslaus. I dómi Hæstaréttar eru m.a. birtir allir skilmálar ábyrgðaryfirlýs- ingar þeirrar, sem deilt var um í málinu og fyrr hafa verið raktir. Síðan segir þar, orðrétt: „Af hálfu áfrýjanda er því haldið fram, að skýra beri 29. gr. laga nr. 56/1978 um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskipta- hætti þannig, að óheimilt hafi verið að setja í ábyrgðaryfirlýsinguna ákvæði um að áfrýjandi ætti að greiða hinn umdeilda flutningskostnað. Sé ákvæðið ekki skuldbindandi fyrir hann. Þá telur áfrýjandi, að al- mennar reglur um bætur innan samninga leiði til þess, að hið stefnda hlutafélag eigi að greiða þennan kostnað. — Af hálfu stefnda er því haldið fram, að 29. gr. laga nr. 56/1978 hafi ekki áhrif á gildi kaup- samnings aðila. Fyrir liggi ábyrgðaryfirlýsing, sem sé gild að íslensk- um rétti og víki til hliðar ákvæðum laga um lausafjárkaup nr. 39/ 1922, sbr. 1. gr. laganna. Sé stefnda óskylt að greiða kröfu áfrýjanda 129

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.