Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 60

Tímarit lögfræðinga - 01.06.1989, Blaðsíða 60
BÓKAFREGN Út er komin bókin Verndun hafsins eftir Gunnar G. Schram lagaprófessor. Undirtitill er Hafréttarsáttmálinn og íslensk lög. Bókaútgáfa Orators gaf út, Reykjavík 1988. í formála kynnir höfundur ritið þannig: „Þessi bók fjallar um hafið umhverfis landið og vernd þeirra auðlinda sem þar er að finna. Um langan aldur var ofveiði fiskistofnanna helsta vandamál- ið sem þar var við að etja. Það er nú úr sögunni eftir að þjóðin öðlaðist ein lögsögu yfir öllum landgrunnsfiskimiðum. En eftir sem áður fer vaxandi ár frá ári sú hætta sem hafinu við ísland stafar af mengun og öðrum skaðlegum umhverfisáhrifum. Sú hætta er raunveruleg. Það sýna dæmin undan strönd- um ýmissa nágrannaþjóða. í þessu riti er fjallað um á hvern hátt við íslendingar getum brugðist við þessari hættu sem raunar er alþjóðleg í eðli sínu. Mikilvæg vopn ( þeirri baráttu er skynsamleg löggjöf og víðtæk alþjóðasamvinna. Gerð er grein fyrir helstu ákvæðum íslenskra laga á þessum vettvangi, samvinnu þjóðanna við Norður-Atlantshaf um umhverfisvernd á hafinu og loks ræddur sá þáttur hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna sem um þetta efni fjallar. Áhugi á umhverfismálum hefur farið vaxandi hér á landi á síðustu árum. Mönnum verður æ betur Ijós nauðsyn þess að vernda líf og land og þá ekki síður hafið og auðlindir þess. Að mörgu er að hyggja i þeim efnum, en lögin og aðrar réttarreglur eru þar sá grundvöllur sem byggja verður á.“ Bókin Verndun hafsins er ríflega 200 blaðsíður í meðalstóru broti. Efni hennar er skipt í þrjá meginhluta. ( fyrsta hluta er fjallað um réttarreglur um verndun hafsins á um 40 bls. Annar hlutinn ber heitið Alþjóðasamningar og samvinna og er 16 síður. Þriðji hlutinn er veigamestur; þar er fjallað um Hafréttarsáttmálann á rúmlega 100 síðum. Bókin hefst á inngangi, en aft- ast eru heimildaskrá, lagaskrá og atriðisorðaskrá og loks viðauki: XII. hluti hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna: Verndun og varðveisla hafrýmisins. Verndun hafsins kostar kr. 2900 í Bóksölu stúdenta. Jón Ólafsson, hrl. Túngötu 5. Reykjavík P. O. Box 1278. Sími 12895 Viðtalstími kl. 3-4 Skúli J. Pálmason, hrl. Jón Finnsson, hrl. Sveinn H. Valdimarsson, hrl. Bankastræti 7. Pósthólf 606 Sími23338 Lögmenn við Austurvöll Fkarnhéðinn Þórisson, hrl. Gísli Baldur Garðarsson, hrl. Siamundur Hannesson, hdl. Tómas Þorvaldsson, hdl. Pósthússtræti 13. Pósthólf 476 121 Rvlk. S. 28188. Telefax 623424 Lögmenn: Eyjólfur Konráð Jónsson Hjörtur Torfason Sigurður Hafstein Sigtúni 7. Sími 29600. Símn.: JUS Telex 2328. Telefax 689512 138
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.