Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 9
almennra hegningarlaga nr. 19/1940. Maður, sem sýknaður er af refsikröfu vegna slíks brots, getur átt á hættu að vera dæmdur skaðabótaskyldur vegna gáleysis, sjá til athugunar HRD 1984 261. Loks geta hlutlægar bótareglur leitt til skaðabótaskyldu manns, sem sýknaður er í refsimáli, sbr. HRD 1978 1113. Margoft er erfitt eða útilokað að afla beinnar sönnunar. Liggja ýmsar ástæður til þess, svo sem að sönnunargögn hafa eyðilagst eða að óvilhöll vitni eru ekki fyrir hendi, sbr. m.a. HRD 1960 811, ÍD 355. Til dæmis eru sönnunarerfiðleikar af þessu tagi algengir, er dæma skal um sök í málum út af bifreiðaárekstrum. Stundum er ekki við annað að styðjast en mótsagnakenndar skýrslur aðila sjálfra og óglögg ummerki á vettvangi. Skýrslur farþega í bifreiðum eru vitanlega oft til, en þær eru ekki alltaf örugg sönnunargögn, m.a. vegna þess að farþegar hneigjast til að draga taum stjórnanda bifreiðar þeirrar, sem þeir eru í. Akomur á bifreiðum og verksummerki á árekstrarstað veita yfirleitt mikilvægar upplýs- ingar, en erfitt getur verið að draga öruggar ályktanir af þeim, t.d. um hraða eða stöðu bifreiðar fyrir árekstur. Dómara er því oft vandi á höndum, er hann hefur ekki við beina sönnun að styðjast. Um notkun óbeinnar sönnunar í bótamálum vegna bifreiðaárekstra verður annars að vísa til hæstaréttardóma, sem gengið hafa í þeim málaflokki. Hérskulunefndirþrírdómaraföðrumvettvangi. í HRD 1946397, ÍD267var sannað að slys hlaust af því að sementspokar, er verið var að draga upp úr skipslest, féllu vegna þess að hleri, sem þeir hvíldu á aflagaðist. Hins vegar var ekki fullsannað hvers vegna hlerinn fór úr lagi. Dómarar drógu þá ályktun af því, sem leitt var í ljós um aðstæður, að verkamenn í lestinni hefðu annað hvort ekki fest hlerann nægilega vel við útbúnað á dráttarvírnum eða ekki lagfært útbúnaðinn, ef hann hefur færst úr lagi, þegar hlerinn var dreginn til í lestinni. Hér þóttu sönnunargögn nægja til þess að slá því föstu að slysið yrði rakið til sakar verkamannanna. Annars hefði verið sýknað. í HRD 1956 168, ÍD 248 var orsök slyss talin vera annað hvort sú, að laust borð í vinnupalli rann til undir verkamanni eða honum skrikaði fótur á hálku á pallinum. Hvor orsökin sem var bakaði vinnuveitanda verkamannsins bótaá- byrgð. HRD 1959 780, ÍD 238, varðar bótakröfu eigenda flugvélar á hendur flugmanni. Flugmaðurinn var við kennslu, er vélin hrapaði í sjóinn og gereyði- lagðist. Töldu eigendurnir, að flugmaðurinn ætti sök á tjóninu. Ekki voru aðrir til frásagnar um slysið en flugmaðurinn og nemandi hans, en þeir björguðust báðir. Héraðsdómur, sem skipaður var sérfróðum meðdómsmönnum, taldi sennilegt, að jafnvægisstjórntæki flugvélarinnar hefði bilað. í dómi Hæstaréttar segir, að fallast megi á það með héraðsdómi, að þær líkur séu fyrir hendi um bilun á jafnvægisstjórntækjunum að leggja verði það til grundvallar um orsakir slyssins. Hér vantaði að vísu nokkuð á að sýnileg sönnunargögn veittu nægar 7

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.