Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 25

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Page 25
Rainer Voss er yfirdómari við landsrétlinn í Dusseldorf og varaformaður þýska dómarafé- lagsins. Hann situr í stjórn Alþjóðasambands dómara og er formaður evrópudeildar þess. Rainer Voss: ÁBYRGÐ DÓMARA OG INNRI MARKAÐUR EVRÓPUBANDALAGSINS Grein þessi er að stofni til erindi sem höfundur flutti á námsstefnu Lögfræð- ingafélags íslands um Evrópurétt í Viðey 28. september 1990 undir heitinu Die Verantwortung der Richter im und fiir den europdischen Binnenmarkt. Þann 31. desember 1992 verður væntanlega kominn á innri markaður Evrópubandalagsins sem, samkvæmt 2. mgr. 8. gr. samningsins um stofnun Efnahagsbandalags Evrópu (hér skammstafað EBE-samningurinn), á að ná yfir svæði án innri landamæra, þar sem tryggð verða óheft vöru- og þjónustuvið- skipti, óheftur fjármagnsflutningur og óheft för launþega. Með þessu er hafið nýtt skeið í sögu sameinaðrar Evrópu, en markmið EBE-samningsins hefur hingað til einungis verið að koma á aðstæðum sem líkustum heimamörkuðum aðildarríkjanna. Samkvæmt skilgreiningu Evrópudómstólsins merkir hugtakið sameiginlegur markaður' „afnám allra hindrana í viðskiptum innan bandalags- ins með samruna hinna einstöku markaða aðildarríkjanna í einn samfelldan markað, með skilyrðum sem líkjast sem mest forsendum raunverulegs heima- markaðar." Merking orðsins innri markaður í þessu samhengi skýrist best af reglunni um upprunaland. Vörur og þjónusta uppfylla kröfur sameiginlega markaðarins ef þær uppfylla kröfur upprunalandsins. Að því er óhefta för launþega og 1 EuGH 1982, 1405 (1431) 23

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.