Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Side 50

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1991, Side 50
4. DEILDARFORSETI Arnljótur Björnsson, prófessor, tók við starfi forseta lagadeildar hinn 15. september 1990 af Sigurði Líndal, prófessor, sem gegndi starfi deildarforseta frá 15. september 1988 til 15. september 1990. Stefán Már Stefánsson, prófessor er varaforseti lagadeildar. 5. SKRIFSTOFA LAGADEILDAR Guðríður Magnúsdóttir var skipuð skrifstofustjórifrá 1. janúar 1990. Hún hefur starfað á skrifstofu deildarinnar frá 1. september 1987. Ásta E. Jónsdóttir er nú fulltrúi á skrifstofu lagadeildar (í hálfri stöðu). Ásta hóf störf í lagadeild í september 1985. 6. ERLENDIR GESTIR Mánudaginn 12. mars 1990 flutti dr. Anne Griffiths við Edinborgarhá- skóla fyrirlestur á vegum lagadeildar. Fyrirlesturinn nefndist, „Disputing the Family: Legal Rules of Social Processes.“ Fimmtudaginn 15. mars 1990 flutti Elena Lúkjanova lögfræðingur frá Sovétríkjunum fyrirlestur um „peristrokju“ og mannréttindi. Miðvikudaginn 18. apríl 1990 flutti Jyrki Uusitalo, sérfræðingur við „Rannsóknarstofnun Finnlands um löggjöf og lagaframkvæmd“ opinberan fyrirlestur. Fyrirlesturinn nefndist „Evolution, Revolution and the Epistemology of Legal Analysis.“ Mogens Koktved- gaard prófessor við lagadeild Hafnarháskóla hélt fyrirlestur mánudaginn 3. desember 1990. Fyrirlesturinn nefndist „Immaterialrettens udvikling og aktuelle problemer.“ 7. ORATOR Á aðalfundi Orators, sem haldinn var á haustmisseri 1990, var Baldvin B. Haraldsson kosinn formaður félagsins. Varaformaður er Sesselja Árnadóttir. Bjarki Diego var kosinn ritstjóri Ulfljóts. Arnljótur Björnsson 48

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.