Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Side 4
Ungverjaland, Tékkóslóvakía, Pólland og nálega hálft Þýskaland lutu þessum örlögum. Allt fram yfir síðustu heimstyrjöld voru Frakkland, Niðurlönd og Bretlandseyjar ein í Vesturevrópu, en þá fór að fjölga svo um munaði í þessum hluta álfunnar. Við bættust Norðurlönd, Íbería, Ítalía og jafnvel Grikkland og Anatólía. Suðurmörk Norðurevrópu, sem ýmist höfðu numið við Kongeáen, Kolding, Suðurá, Danavirki, Eider eða Elbu hurfu nú allt að Alpafjöllum og Japan var tekið í tölu Vesturlanda. Nú er öll þessi heimsmynd úr sögunni og mál til komið að nefna hvað eina sínu rétta nafni, en ný valdahlutföll valda enn usla í Evrópu. Eistur (Eistar á fjölmiðlamáli), Lettar og Litháingar eiga nú að hverfa í þjóðahaf Norðurlanda. íslendingar, sem gjarnt er að líta á land sitt sem smáálfu milli Vesturheims og Norðurálfu, láta nú undan ofurafli sem togar þá vanbúna inn í Evrópu. Af því tilefni hleyptu íslensk stjórnvöld her málvísindamanna á enska þýðingu laga Evrópubandalagsins og létu þýða hana á íslensku. Þess var ekki gætt að frumtextarnir voru franskir. Þeir sem hafa fengist við samanburðar- lögfræði vita að nokkuð glögg skil eru milli meginlandsréttar og Common Law svo að merking vill ganga til í þýðingum þar sem hugtakakerfin eru ólík. íslenskur réttur og lögfræði eru af ætt rómversk-germansks réttar meginlandsins og er því minni vandi að þýða lagatexta af hvaða meginlandsmáli sem er en ensku. Hér hefur verið hafður á háttur sem minnir á samkvæmisleik þar sem orði er hvíslað í eyra og látið ganga hringinn. Seint um síðir varð mönnum Ijóst að allt hið mikla starf mundi verða að litlu gagni þar sem íslensku þýðingarnar yrðu ónothæfar við lögskýringu og er nú unnið að leiðréttingu þeirra með samanburði við frumtexta. íslensk málhefð hefur ekki alltaf hvikað fyrir erlendu valdi og hinu sama gegnir um hlýðni við innlent vald. Bær sem íbúarnir nefna Helsingör heitir Helsingjaeyri á óbrjálaðri íslensku og Göteborg Gautaborg. Á máli íslenskra flugmálayfirvalda heita þessir staðir Elsinore og Gothenburg, sem vert er að vita ef menn vilja rata á bás í íslenskri flughöfn. Hina fornu ríkishöfuðborg íslendinga nefna þessi stjórnvöld Copenhagen. Löggjafinn streitist við að setja lög um kyrrsetningu, en á dómstólamáli nefnist þetta réttarúrræði löghald hvað sem á dynur. Raunar væri gott að eiga það hugtak til góða eigi bráðabirgðaúrræðum eftir að fjölga. Við síðustu endurskoðun sveitarstjórnarlaga hvarf hugtakið sýslunefnd úr flokki heita lifandi félagsfyrirbæra og þar með úr stjórnsýslumáli. Kaupstaðir glötuðu sérstöðu sinni að lögum án þess að það hefði merkjanleg áhrif á málvenju. Orðinu bær bættist merkingartilbrigði. í því sambandi gerði sérkennileg rang- hugmynd vart við sig. Þegar hreppur umhverfðist í bæ töldu ráðamenn þessara byggða að nafn sveitarfélagsins yrði að fela í sér orðið bær, dæmi: Garðabær, Mosfellsbær og jafnvel Egilsstaðabær, en Stykkishólmur hættir ekki að heita svo, þótt bæjarstjórnin vilji e.t.v. kalla staðinn Stykkishólmsbæ. Eitt merkasta 82

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.