Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 8
EFTIRMÁLI HEIMILDIR 1 Heimildir, sem vitnað er til 2 Aðrar heimildir sem stuðst er við 3 Ókannaðar heimildir 4 Stjórnarskrár og aðrar grundvallarskrár RESUME1 í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 segir svo í 44.gr.: Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, ... Þetta ákvæði hefur haldist óbreytt í síðari stjórnarskrám og er nú að finna í 61. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins íslands nr. 33 frá 17. júní 1944. Hér verður fitjað upp á umræðum um hvort þetta fyrirmæli standi því í vegi að dómari verði leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum með yfirvaldsboði gegn vilja sínum. Leitað verður fanga í álitsgerðum fræðimanna, dómsúrlausn- um og öðrum lögskýringargögnum. Kannað verður hvort nálgast megi lausn álitaefnisins með textaskýringum og upprunaskýringum. Öll þekkt rök verða vegin og metin og síðan reynt að varpa ljósi á málsefnið með könnun erlends réttar og alþjóðlegra samþykkta. Að endingu verður lagt á ráðin um réttarbæt- ur. 1.0 VIÐTEKIN VIÐHORF 1.1 Álit íslenskra stjórnlagafræðinga Einar Arnórsson taldi stjórnina geta vikið öllum dómurum úr embætti um stundarsakir og undirréttardómurum til fullnaðar þrátt fyrir ákvæði stjórnar- skrárinnar. Til að víkja yfirdómurum til fullnaðar taldi hann aftur á móti þurfa dóm.2 Lárus H. Bjarnason skýrir þetta ákvæði svo í riti sínu um dómstóla og réttarfar að meðan til séu dómarar sem ekki hafi umboðsstörf á hendi megi ekki víkja þeim úr embætti til fulls gegn vilja þeirra með stjórnarráðstöfun. Hann viðurkennir að vísu að orðalagið „vikið úr embætti“ geti bæði átt við frávikningu um stundarsakir og frávikningu til fulls en telur þó aðeins átt við fullnaðarlausn. Orðrétt segir hann: En viðbótin: „nema með dómi“, sýnir að átt er við það sem nú er kaliað afsetning. 1 Meginefni greinarinnar er feitletrað til að hægt sé að lesa það í samfellu en í lokin er stutt ágrip á dönsku. 2 Dómstólar og réttarfar 1911, s. 29. 86
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.