Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 8

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 8
EFTIRMÁLI HEIMILDIR 1 Heimildir, sem vitnað er til 2 Aðrar heimildir sem stuðst er við 3 Ókannaðar heimildir 4 Stjórnarskrár og aðrar grundvallarskrár RESUME1 í stjórnarskrá um hin sjerstaklegu málefni íslands frá 5. janúar 1874 segir svo í 44.gr.: Þeim dómendum, sem ekki hafa að auk umboðsstörf á hendi, verður ekki vikið úr embætti nema með dómi, ... Þetta ákvæði hefur haldist óbreytt í síðari stjórnarskrám og er nú að finna í 61. gr. stjórnarskrár Lýðveldisins íslands nr. 33 frá 17. júní 1944. Hér verður fitjað upp á umræðum um hvort þetta fyrirmæli standi því í vegi að dómari verði leystur tímabundið frá starfsskyldum sínum með yfirvaldsboði gegn vilja sínum. Leitað verður fanga í álitsgerðum fræðimanna, dómsúrlausn- um og öðrum lögskýringargögnum. Kannað verður hvort nálgast megi lausn álitaefnisins með textaskýringum og upprunaskýringum. Öll þekkt rök verða vegin og metin og síðan reynt að varpa ljósi á málsefnið með könnun erlends réttar og alþjóðlegra samþykkta. Að endingu verður lagt á ráðin um réttarbæt- ur. 1.0 VIÐTEKIN VIÐHORF 1.1 Álit íslenskra stjórnlagafræðinga Einar Arnórsson taldi stjórnina geta vikið öllum dómurum úr embætti um stundarsakir og undirréttardómurum til fullnaðar þrátt fyrir ákvæði stjórnar- skrárinnar. Til að víkja yfirdómurum til fullnaðar taldi hann aftur á móti þurfa dóm.2 Lárus H. Bjarnason skýrir þetta ákvæði svo í riti sínu um dómstóla og réttarfar að meðan til séu dómarar sem ekki hafi umboðsstörf á hendi megi ekki víkja þeim úr embætti til fulls gegn vilja þeirra með stjórnarráðstöfun. Hann viðurkennir að vísu að orðalagið „vikið úr embætti“ geti bæði átt við frávikningu um stundarsakir og frávikningu til fulls en telur þó aðeins átt við fullnaðarlausn. Orðrétt segir hann: En viðbótin: „nema með dómi“, sýnir að átt er við það sem nú er kaliað afsetning. 1 Meginefni greinarinnar er feitletrað til að hægt sé að lesa það í samfellu en í lokin er stutt ágrip á dönsku. 2 Dómstólar og réttarfar 1911, s. 29. 86

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.