Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 24

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 24
maa hente Exemplet fra en Tid som ligger over et halvt Aarhundrede tilbage, beviser at det er en Undtagelse fra det Princip man ellers stadig har fulgt; ,..36 í umræðunum um frumvarpið til stjórnarskrárinnar 1866 kom fram tillaga frá Venstre um að einungis hæstaréttardómarar nytu verndar af stjórnarskrárá- kvæðinu um afsetningu dómara. í þeim umræðum vakti Monrad37 athygli á að „dommerne ogsaa f0r Grundloven var uafsættelige". Af því sem rakið hefur verið má Ijóst vera, að fyrir gildistöku stjórnarskrár- innar hafa ríkt sömu viðhorf um frávikningu dómara og staðfest voru með lögtöku hennar. Enginn umboðsstarfalaus dómari hafði þá verið leystur frá störfum um stundarsakir um langa hríð, eftir því sem best er vitað. Ákvæði Kongeloven, Dönsku laga og Norsku laga um frávikningu embættismanna höfðu gjörbreyst fyrir langa stjórnarframkvæmd og fyrirmæli um óheft frávikn- ingarvald konungs úrelst. Ekki verða því dregnar neinar óyggjandi ályktanir á þá leið að við það verði að sitja sem áður var úr því að ekkert ótvírætt bann sé í stjórnarskránni við lausn dómara um stundarsakir án dóms og laga. 36 Beretning sp. 1686 ... 1716, Rigsdagsblad II, sp. 175 og 193. Dómarinn var P. Collett hof- og stadsretsassessor. Sök hans var að hann hafði orðað það á prenti að embættismenn ættu að hafa rétt til að gagnrýna stjórnina. Afleiðingin var setning illræmdrar tilskipunar 27. september 1799 um ritskoðun. (Politikkens Danmarkshistorie, bind 10, s. 193-203). Merkilegt er hversu mikiili geðshræringu upprifjun þessa gamla máls olli hjá 0rsted og fleiri þingmönnum, en ræða hans hélt áfram á þessa leið: og just den levende Erindring, hvori denne Afskedigelse er hos mig, maa gjóre mig det overmaade betænkeligt at tilraade Afsættelse uden Pension, thi jeg erindrer saa tydelig, somom det var sket i dette 0jeblik, det Indtryk som den fprste Beretning derom gjorde paa mig. Pessi ummæli eru ekki síst merkileg í ljósi persónulegrar reynslu 0rsteds sjálfs af embættisvikningu og hótunum þar um. Árið 1817 var gerð fangauppreisn í Tugthúsinu. Konungur ákvað að láta lífláta tíunda hvern fanga í refsingarskyni, en 0rsted neitaði að undirrita fyrirmælin. Konungur lét hann þá vita að ef hann bæðist lausnar, yrði á þá beiðni fallist. 1826 ritaði hann ritstjórnargrein í Juridisk Tidskrift (XII. Bind 1825-26) þar sem hann hélt því fram m.a. að kenningin um heilaga þrenningu væri ekki verulegur þáttur kristinnar trúar. Af þessu tilefni voru honum boðnir tveir kostir, annar að hætta störfum í kanselíinu, hinn að hætta ritstörfum, þar á meðal um lögfræði, og segja lausu kennarastarfi við prestaskólann. Hann valdi síðari kostinn. Árið 1842 fékk hann sæti íleyndarráðinu en var leystur frá störfum 1848 og jafnframt sem kansellideputeret og generalprokurpr. 1853 varð hann forsætisráðherra en varð að fara frá árið eftir. Á þessum tíma var ekki komið á þingræði þannig að fall ráðuneytisins var litið öðrum augum en nú á dögum. Honum var stefnt fyrir Ríkisréttinn, ásamt meðráðherrum sínum, en hlaut sýknudóm. Eftirleikurinn varð sá að þrír hæstaréttardómarar, sem sátu í Ríkisréttinum og tveir aðrir, allir komnir yfir 65 ára aldur, voru leystir frá störfum. Mun það vera síðasta dæmið um stjórnsýslulausn umboðsstarfalausra dómara gegn vilja þeirra. Síðast var dómara veitt lausn með dómi Kæruréttarins 16. október 1952. Úrskurður um lausn um stundarsakir var kveðinn upp 25. júní s.á. (Juridisk Ordbog og Salmonsens Leksikon, markorð „0rsted“, Christensen, s. 344, Kendelsesbogen). Pessi raunasaga virðist gefagóða mynd af því hvernig málum var háttað í raun varðandi Iausn embættismanna, bæði fyrir og eftir gildistöku stjórnarskrárinnar. 37 D.G., biskup og stjórnskörungur (1815-1889), aðalhöfundur stjórnarskrárfrumvarpsins 1848, forsætisráðherra 1864-1865. Salmonsens og P.A. Andersen: „Rigsdagen og domstolene“ í Den danske Rigsdag, s. 481. 102
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.