Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Page 29
4.1 Stjórnlagatúlkun og sjónarmið de lege ferenda Lögskýringar á sviði stjórnskipunarréttar hafa samkvæmt eðli viðfangsefnis- ins nokkra sérstöðu miðað við skýringu almennra laga. Hér verður hinn pólitíski þáttur gildari en ella, m.a. vegna þess að stofnanir allra þriggja þátta ríkisvalds- ins taka þátt í að móta og fylla stjórnskipunarreglurnar. í stjórnarskrám eru gjarna ákvæði um að tilteknum málum skuli skipað með lögum. Löggjafinn verður stöðugt að vera á varðbergi og gæta þess að almenn lög standist stjórnskipulega endurskoðun. Stjórnvöld verða stöðugt að gæta þess að ákvarð- anir þeirra og athafnir séu í sem bestu samræmi við fyrirmæli og meginsjónarmið stjórnlaga. Úrlausn ágreinings um stjórnskipulegt gildi laga og um brot á stjórnarskrá hafa að jafnaði meiri stjórnmálalega þýðingu en úrlausn venjulegri dómsmála. Oft er réttarágreiningurinn einungis þáttur í stjórnmálaátökum þannig að dómendur þykjast þurfa að fara með gát til að þeim verði ekki blandað í stjórnmáladeilur. Stjórnarskrám eru venjulega ætlaðir langir lífdagar, jafnvel hundruð ára. Þegar frá líður hljóta breyttar aðstæður og þjóðfélagsþróun, sem orðið hefur m.a. fyrir tilverknað pólitískra valdhafa, að orka á lögskýringar á þessu sviði. Dómstólar fara með gát þegar úrlausnir þeirra eru fallnar til að hafa áhrif á stjórnarstefnu og stjórnarfarsþróun, t.d. með því að stöðva þróun í átt frá þeirri skipan sem stjórnarskráin miðaðist við í upphafi. Þessi varkárni er eðlileg þegar þess er gætt að samkvæmt þrígreiningarákvæðum stjórnarskráa er póli- tíska valdið almennt falið stofnunum löggjafarvalds og framkvæmdavalds, en dómstólum falin sérstök og sjálfstæð verkefni sem ekki verða skilgreind sem vald án fyrirvara. Þessi ástæða til varkárni er ekki eins rík þegar ágreiningur lýtur að skerðingu borgaralegra grundvallarréttinda. í lýðræðisríki er hinn hefðbundni skilningur sá að slík réttindi gangi fyrir hagsmunum ríkisins. Þar sem dómstólum er almennt játað valdi til að skera úr um stjórnskipulegt gildi ákvarðana pólitískra valdhafa munu þeir því fremur snúast á sveif með hinum almenna borgara en ríkisvaldinu í vafatilvikum. Þegar deilt er um efnahagsleg réttindi virðist hvorki þörf á varkárni vegna verkaskiptingar valdþáttanna né sérstaks tillits til mikilvægis mannréttinda. Eins og áður er vikið að er ákvæðunum um sjálfstæði dómstólanna ætlað að tryggja að menn fái náð rétti sínum jafnvel í andstöðu við valdhafa.41 Túlkun stjórnarskrárákvæða þeirra sem ætlað er að tryggja sjálfstæði dóm- stóla, og þar með grundvallarréttindi borgaranna, verða þá eðlilega skýrð með líkum hætti og hin beinu mannréttindaákvæði. Af því sem rakið hefur verið má ráða að ekki verði dregin skörp skil milli lögskýringa og sjónarmiða sem sett eru fram de lege ferenda. Það sem þykja góð 41 Sjá nánar Stenderup Jensen: „Om grundlovsfortolkning“ í Justitia 4 1984, s. 1, Eckhoff: Noen bemerkninger om domstolenes uavhengighet og TL 1990, s. 129: „Réttarheimildir og lagatúlkun". 107

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.