Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 65

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Síða 65
Ekki veit ég hvernig til hefur tekist með tilvísanir í reglugerðir. Þar hefur útgefandi vætanlega farið eftir ábendingum ráðuneytanna enda eru þær samdar og gefnar út af þeim. Á sumum sviðum eru reglugerðir reyndar orðnar svo margar og flóknar að það er ekki nema fyrir mestu spekinga að átta sig á þeim, en það er annað mál. Það ætlast enginn til þess að lagasafn hafi gildi og stöðu lögbókar. Það getur verið að þar sé eitthvað, sem ekki á þar heima við nánari athugun og eins að einhverju sé þar ofaukið. Það má því ekki taka þessa athugasemd hér að framan of hátíðlega. Hitt er óverjandi að líða skuli meira en ár frá því að texti er tilbúinn til prentunar þangað til prentun fer fram. Þeim er þetta skrifar er kunnugt um að það er hægt að prenta svona bók á hálfum mánuði. Þetta hefur í för með sér að safnið er að nokkru leyti úrelt þegar það kemur fyrir sjónir notenda. Svo „illa“ vildi til, að á alþingi 1990-91 voru samþykkt mikilvæg lög, einkum á sviði réttarfars. Er almenningur jafnnær um tilvist þeirra, þótt þeir hafi þetta lagasafn í höndum. Til þess að bæta úr þessum ágalla hef ég sjálfur brugðið á það ráð að láta binda Lagasafnið 1991 inn með auðum blöðum. Á þau er hægt að skrifa breytingar á löggjöf og aðrar upplýsingar, t.d. dómatilvitnanir, og er mjög handhægt að hafa þessar upplýsingar á réttum stað í bókinni. Ég held að reynsla sé komin á það, að ekki sé heppilegt að dómsmálaráðu- neytið hafi útgáfu lagasafnsins með höndum. Útgáfan gekk að vísu sæmilega 1931, en 1945 treysti ráðuneytið sér ekki til að gefa safnið út heldur fól það bókadeild Menningarsjóðs enda hafði Menningarsjóður sjálfstæðan tekjustofn því að sektir vegna brota á áfengislögunum runnu til hans. Voru það því helstu rónar og ribbaldar landsins sem kostuðu útgáfu lagasafnsins það ár, þótt með óbeinum hætti væri. Útgáfurnar 1965 og 1973 virðast hafa gengið áfallalítið. Ármann Snævarr prófessor sá um þessar útgáfur og eitt af nýmælum hans var að auka við dómatilvitnunum neðanmáls. Var það til mikilla bóta. Það sem helst þótti að var að lagasafnið kom of sjaldan út og því flutti Ragnar Arnalds alþingismaður þingsályktunartillögu 1973-74 um að lagasafnið yrði gefið út í lausblaðaformi. Þessi tillaga var samþykkt en hefur aldrei komið til framkvæmda. Síðan var gert ráð fyrir að Lagastofnun Háskóla íslands tæki verkið að sér, eins og áður segir, en það mun hafa verið misráðið enda hefur sú stofnun hvorki starfslið né aðstöðu til að vinna það verk. Lagastofnun bar þó ábyrgð á útgáfunni 1983 en þá voru felldar niður tilvísanir í dóma, sem var spor aftur á bak að mínum dómi. Hvernig á að haga útgáfu lagsafnsins í framtíðinni? Ég held að dómsmála- ráðuneytið eigi að semja við einkaaðila um að vinna verkið á grundvelli verktakasamnings. Áherslu eigi að leggja á að birta réttan lagatexta ásamt tilvísunum í reglugerðir eins og nú er gert. Vísir að slíkri tilhögun eru skrár Jóhanns Níelssonar hæstaréttarlögmanns um ný og breytt lög, sem alveg hafa 143
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.