Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 71

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1992, Blaðsíða 71
að sér að fjalla um málefni BHM innan stjórnarinnar. Nefndarmönnum eru þökkuð góð störf í þágu félagsmanna, sem virða að samskipti félagsins við BHM séu í góðum farvegi. IX. FÉLAGASKRÁ OG FÉLAGSGJÖLD Sami háttur var hafður og áður, að senda 683 gíróseðla til þeirra félagsmanna sem taldir eru líklegir til að greiða félagsgjaldið, sem nú var ákveðið kr. 2.900. Af þeirri fjárhæð renna kr. 840 beint til BHM. Félagsmenn eru hvattir til að greiða félagsgjöld sín í tíma og leggja þar með sinn skerf til að halda uppi félagsstarfinu. Með tölvunotkuninni er nú unnt að sjá á augabragði hvernig félagsmenn standa sig að þessu leyti. X. SAMSTARF VIÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLÖG Á NOÐURLÖNDUM í júlí barst félaginu bréf frá Lögfræðingafélagi Noregs, Norges Juristforbund, um samstarf félaganna á Norðurlöndum. Þar lýsti framkvæmdastjóri félagsins, Ulf Ertzaas, hinu góða samstarfi framkvæmdastjórna félaganna, sem halda árlega fund í einu landanna. Hann lýsti vilja framkvæmdastjórnanna til að fá ísland með í samvinnuna, og tilkynnti um fund í Osló 4.-6. september í ár, og að einhugur væri um að bjóða fulltrúa frá íslandi til fundarins, svo og ferðir og uppihald. Ákveðið var að taka þessu höfðinglega boði og fór formaður á fundinn og dvaldist í góðu yfirlæti hjá Norðmönnum þessa daga. Er skemmst frá því að segja, að félögin í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi eru stéttarfélög, sem sjá um launamál, kjarasamninga, tryggingar og slík mál sinna félagsmanna. Þess vegna eru framkvæmdastjórnir þeirra voldugar og miklar skrifstofur með umfangsmikla starfsemi. í Danmörku og Svíþjóð eru hagfræð- ingar með í félögunum að auki. Á fundinum var því rætt um málefni sem Lögfræðingafélag íslands fjallar ekki um að ráði. Samstarf við þessi félög er þó vel hugsanlegt og æskilegt, og kemur í hlut næstu stjórnar að kanna það nánar. XI. STJÓRNARSAMSTARF Stjórnarsamstarf hefur verið eins og best verður á kosið. Allir stjórnarmenn hafa lagt sig fram í störfum sínum, sem hafa verið mikil og oft tímafrek. Þakka ég öllum stjórnarmönnum fyrir góða samvinnu, svo og félagsmönnum fyrir þátt- töku í félagsstarfinu. Félagið er fyrst og fremst fræðafélag fyrir alla lögfræðinga og þar með sameiginlegur vettvangur þeirra. Þar sameinast lögfræðingar og halda allsherjarþing sitt. Erla S. Árnadóttir gefur ekki kost á sér til endurkjörs í næstu stjórn. Hún hefur unnið mikið starf af sérstakri kostgæfni og komið málefnum tímaritsins í góðan farveg. Aðrir stjórnarmenn þakka henni fyrir störfin og góða samvinnu. „ ^ . 6 6 Garðar Gislason 149
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.