Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Qupperneq 7

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Qupperneq 7
Skaðabótareglur, sem hér verður lýst, eiga almennt við um hvers kyns tjón. Þær eru heldur ekki takmarkaðar við ákveðna hópa tjónþola. Hins vegar má gera ráð fyrir, að sjónir manna á þessu málþingi beinist að miklu leyti að skaðabótakröfum sjúklinga vegna heilsutjóns, sem þeir verða fyrir í tengslum við læknismeðferð. Þó að tekið sé mið af því í þessu framsöguerindi, skal skýrt tekið fram, að heilbrigðisstéttir og sjúkrastofnanir geta bakað sér bótaskyldu gagnvart ýmsum öðrum en sjúklingum og eins vegna ýmiss konar annars tjóns, t.d. tjóns á munum. Flestir viðstaddir eru ekki lögfræðingar og er efnistökum hagað í samræmi við það. Fer þess vegna ekki hjá því, að löglærðum áheyrendum sé yfirleitt vel kunnugt um það, sem sagt er í þessu framsöguerindi. 2. SAKARREGLAN Læknar og einstaklingar í öðrum heilbrigðisstéttum eru eins og aðrir menn skaðabótaskyldir, ef þeir valda öðrum tjóni með mistökum, vanrækslu eða annarri saknæmri hegðun. Bótaskylda þeirra styðst við hina svonefndu sakar- reglu, sem stundum er nefnd gáleysisreglan. Efni hennar er ekki að finna í lögum, sem Alþingi hefur sett. Hún er ein af óskráðum réttarreglum, sem dóm- stólar hafa myndað. Þó að sakarreglan sé ekki lögfest, hafa dómstólar beitt henni svo lengi, að enginn vafi leikur á um efni hennar. Venjulega er auðvelt að meta, hvort hegðun, sem leitt hefur til tjóns, telst saknæm. Því flóknara sem starfssvið manns er, þeim mun erfiðara er að dæma um, hvort hann hafi farið óaðfínnanlega að. Þegar skaðabótakrafa er gerð vegna ætlaðs gáleysis við læknisstarf, verða lögfræðingar venjulega að leita álits manna, sem hafa sérþekkingu á því sviði lækninga, sem um er að ræða. Rísi dómsmál út af slíkri kröfu, myndi löglærður dómari því jafnan kveðja til sér- fróða meðdómendur. Við mat á gáleysi verður að taka afstöðu til þess, hvort lækni hafi verið eða mátt vera ljóst, að hegðun hans var líkleg til að valda tjóni. Oft er vandasamt að fullyrða, hvort ákveðnum manni hafi mátt vera ljóst eitt- hvað, sem honum var í raun og veru ekki ljóst. Lög eða reglugerðir hjálpa stundum til að leysa þann vanda. Geri læknir eitthvað, sem honum er bannað að landslögum, er hann bótaskyldur fyrir tjón, sem hlýst af þeirri athöfn hans. Dæmi um það er að finna í hæstaréttardómi frá 1979 (H 1979 1285). Þar var lækni og sjúkrahúsi, sem hann vann hjá, dæmt að greiða bætur á grundvelli þess, að læknirinn hafði gert konu nokkra ófrjóa með skurðaðgerð án vitundar hennar og án þess að afla tilskilins leyfis til aðgerðarinnar. Þegar lögum eða reglugerðum er ekki til að dreifa, verður gáleysismatið að taka mið af viðurkenndum venjum læknisfræðinnar og þekkingu og reynslu læknis þess, sem hlut á að máli. Ekki er unnt að telja upp allar þær yfirsjónir eða mistök, sem geta orðið við framkvæmdir á tilteknu starfssviði. I ritum um ábyrgð lækna er þó oft greint á milli mistaka við sjúkdómsgreiningu, við val meðferðar og við læknismeðferð- ina sjálfa. 231
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.