Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 13

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 13
upplýsingum um lyfið eða notkun þess. Oftast nær kaupa sjúklingar lyf í apó- teki og kemur þá ekki til ábyrgðar læknis eða sjúkrastofnunar vegna hættulegra eiginleika. Öðru máli gegnir um sjúklinga á sjúkrastofnunum. Þeir fá í mörgum tilvikum lyf, sem stofnunin leggur til. Verði tjón af hættueiginleikum slíks lyf, er aðstaða sjúklings svipuð því, sem gerist þegar hann hlýtur meiðsli af bilun eða galla í lækningatæki. Samkvæmt lögum um skaðsemisábyrgð, sem áður voru nefnd, ber sá, sem lætur af hendi vöru með þjónustu sinni, bótaábyrgð á tjóni af völdum hættulegra eiginleika vörunnar. Lyf teljast vara í merkingu laganna. Ábyrgð sjúkrastofn- unar á heilsutjóni vegna slíkra atvika er ekki háð því að tjónþoli geti sýnt fram á gáleysi af hálfu stofnunarinnar. Ábyrgðin er því sambærileg hinni víðtæku ábyrgð, sem fallið getur á lækna og aðra vegna tjóns af bilun eða galla í tæki. Framleiðendur og seljendur lyfja bera einnig samkvæmt lögum um skað- semisábyrgð víðtæka ábyrgð á tjóni af völdum hættulegra eiginleika. Getur sjúklingur þá sótt bætur hvort heldur úr hendi þeirra eða sjúkrastofnunar, sem er milliliður í tilvikum sem þessum. Áður en skilið er við þennan þátt, skal stuttlega minnst á lyf, sem hafa hættu- lega eiginleika, sem vitað er um, en eru óumflýjanlegir. Ef svo er, verða fram- leiðandi, seljandi eða sjúkrastofnun ekki gerð ábyrg eftir hinum víðtæku reglum laga um skaðsemisábyrgð. Hins vegar geta þeir borið ábyrgð á grundvelli sakar, t.d. ef læknir gefur sjúklingi ávísun á þess háttar lyf, enda þótt honum hafi mátt vera ljóst að sjúklingurinn hafði ofnæmi fyrir lyfinu. Reglur um víðtæka bótaskyldu á tjóni af bilun eða galla tækis og bótaskyldu vegna hættulegra eiginleika lyfja veita, eins og fyrr segir, tjónþola betri rétt- arstöðu en hinar hefðbundnu skaðabótareglur, sem gera sök að skilyrði bótarétt- ar. Hinar víðtæku reglur létta þó ekki af tjónþola þeirri byrði að þurfa að sanna, að tjón hafi orsakast af bilun, galla eða hættulegum eiginleikum. 8. ÁBYRGÐARTRYGGING Af því, sem nú hefur verið sagt, er ljóst, að skaðabótaábyrgð getur fallið á lækna, aðrar heilbrigðisstéttir og sjúkrastofnanir vegna ýmissa aðstæðna. Oft er hinn bótaskyldi eða vinnuveitandi hans ábyrgðartryggður. Greiðir ábyrgðar- tryggingin þá bótakröfu tjónþola.4 9. SKAÐABÓTARÉTTUR OG ÖNNUR BÓTAÚRRÆÐI Hér á undan hefur verið fjallað um bótaábyrgð, sem stofnast eftir reglum skaðabótaréttar, án þess að til sé að dreifa sérstökum samningi milli hins bóta- skylda og tjónþola. Ekki hefur verið rætt um aðrar reglur, sem leitt geta til þess að maður eigi rétt til bóta fyrir tjón. Helstu bótaúrræði vegna líkamstjóns, sem 4 Nánar um ábyrgðartryggingu er vísað til erindis Ingvars Sveinbjömssonar. 237

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.