Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Side 23

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Side 23
Ingvar Sveinbjörnsson er hœstaréttarlögmaður og starfsmaður Vátryggingafélags Islands INGVAR SVEINBJÖRNSSON: ÁBYRGÐARTRYGGINGAR HEILBRIGÐISSTÉTTA Þetta stutta erindi, sem hér er birt, var flutt á málþingi um bótaábyrgð heil- brigðisstétta og sjúkrastofnana til upplýsingar um þá kosti, sem í boði eru að því er varðar ábyrgðartryggingar fyrir heilbrigðisstéttir. íslenskar heilbrigðisstéttir þurfa ekki að hafa áhyggjur af vátryggingarvemd- inni í ábyrgðartryggingunni, sem íslensku vátryggingafélögin bjóða. Iðgjöldin eru lág og skilmálar rúmir. Að því er varðar bótasvið skilmálanna þá segir 2. gr. skilmála fyrir ábyrgð- artryggingar atvinnurekstrar, að vátryggingin taki til skaðabótaábyrgðar, sem fellur á vátryggðan vegna slyss á mönnum eða skemmda á munum vegna vá- try^gðrar starfsemi. A mæltu máli þýðir þetta, að bætt era mistök við framkvæmd þess starfs, sem vátryggt er, auk ábyrgðar vegna bilana. I sjálfu sér er óheppilegt að tala um slys á mönnum í skilmálum fyrir heilbrigðisstéttir. Það telst t.d. tæplega slys á manni í almennri merkingu ef t.d. of seint er við brugðið vegna sýkingar í sári eftir að- gerð. Ef um handvömm hefur verið að ræða, bætir ábyrgðartryggingin tjónið. Fyrir utan þau tilvik, sem eru augljós, eru það í raun dómstólar, sem ákveða bótasviðið með úrlausnum um hvað sé bótaskylt af hálfu heilbrigðisstétta. Mörg álitaefni bíða þar úrlausnar. Á t.d. að gera meiri kröfur til hátæknisjúkrahúsa held- ur en fjórðungssjúkrahúsa. Er gáleysismatið það sama á þessum stofnunum. í þessu sambandi má velta fyrir sér, hvort unnt sé að gera þær kröfur til sjúkrahúsa á landsbyggðinni, að tekin séu sýni úr sárum til ræktunar ef grunur er um sýkingu svo finna megi rétt lyf eða nægir venjulegur lyfjakúr í fyrir- byggjandi skyni. Rannsóknir sem þessar er oft ekki unnt að gera nema í Reykja- vík og senda þyrfti sýni til Reykjavíkur. Ég læt þessari spumingu ósvarað. 247

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.