Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Síða 32

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Síða 32
Fyrir kemur að vinna verður mjög hratt og ekki gefst tími til mikillar umhugs- unar, áður en hafist er handa. Þá verður að hafa í huga, að sjúklingurinn er sjúk- ur fyrir. Almennt verður ekki gert ráð fyrir, að bótaskylda stofnist fyrir það eitt, að sjúklingur er ekki læknaður. I fræðunum er mat á gáleysi yfirleitt miðað við það, hvemig góður og skyn- samur maður myndi hegða sér. Það er þá gáleysi, þegar vikið er frá því, sem þessi góði og skynsami maður myndi gera. Þegar komið er inn á sérsvið, eins og læknisfræði eða hjúkmn, verður að miða við, hvemig góður, skynsamur og hæfilega lærður læknir, eða góður og skynsamur hjúkmnarfræðingur hæfilega vel að sér, myndi bregðast við. Þessi góði og skynsami maður er í fræðunum nefndur bonus pater familias og kemur mikið við sögu í skaðabótaréttinum. Gjaman er miðað við þrjú stig í læknismeðferð: Skoðun og greining, ákvörð- un meðferðar, meðferð og aðgerð. Ég ætla ekki að fylgja þeirri skiptingu, heldur halda mig fremur að því, sem er sérstakt fyrir sjúkrahús og nefna nokkra dóma til skýringar. I sakarreglunni er gert ráð fyrir, að tjónsatburðurinn geti verið hvort heldur er athöfh eða athafnaleysi. Venjulega má gera ráð fyrir, að bótaskylda byggð á at- hafnaleysi sé fremur sjaldgæf. Til þess að hún geti stofnast verður að gera ráð fyrir, að tjónvaldinum hafi af einhverri ástæðu borið skylda til athafnar. Þetta er einmitt tilfellið þegar um er að ræða sjúkling inni á sjúkrahúsi. Lækni eða öðmm starfs- mönnum gæti borið skylda til að aðhafast eitthvað til að hjálpa sjúklingnum. Þetta á því fremur við, þar sem ganga má út frá því, að sjúklingur hafi komið inn á sjúkra- hús til þess að leita sér lækninga og um það stofnast samningur, oftast óskráður. Þeir dómar, sem fallið hafa hér á landi um bótaábyrgð lækna, fjalla mjög oft um saknæmt athafnaleysi, vanrækslu. I dómi Héraðsdóms Reykjavíkur 11. febrúar 1994 var fjallað um það slys að sjúkling- ur andaðist eftir hálsaðgerð. I niðurstöðu dómsins segir m.a.: „Telja verður að eftirlit með sjúklingnum eftir fyrri aðgerðina hafi verið ófullnægjandi. Einnig verður að telja að af hálfu stefnda hafi ekki komið fram haldbærar skýringar á því, hvers vegna svo langur tími leið án þess að gripið yrði til viðeigandi eftirlits og aðgerða vegna blæðinga, sem fram komu eftir fyrri aðgerðina. Þótt því sé haldið fram af hálfu stefnda að bæði starfsfólk og aðstaða hafi verið tiltæk til að stöðva blæðinguna reynd- ust þær aðgerðir ekki fullnægjandi þegar á reyndi. Tafir á aðgerðum sem voru nauðsynlegar við þessar aðstæður hljóta að hafa aukið áhættu sjúklingsins enda varð niðurstaðan sú, að aðgerðir til að koma í veg fyrir alvarlegar afleiðingar blæðingar- innar tókust ekki. Verður því að telja stefnda bótaábyrgan". Mér er ekki kunnugt um hvort dómi þessum hefur verið áfrýjað. bdómi Héraðsdóms Suðurlands 8. júní 1993 segir: „Lok meðgöngu og fæðing S var áhættusöm af ástæðum, sem nánar eru greindar í dóminum. Þetta krafðist aukins eftir- lits af hálfu lækna en það brást. Af framlögðum gögnum málsins verður ekki annað ráðið en að S hafi einungis verið skoðuð einu sinni af lækni fjórum dögum áður en 256

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.