Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 40

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 40
að þessi aðgerð yrði gerð og henni var sagt að verulega meiri hætta væri á vanda- málum hjá henni en öðrum vegna fyrri sjúkrasögu. Dómarinn taldi að stefnandi gæti ekki byggt bótakröfu á þeim grundvelli að læknirinn sem aðgerðina framkvæmdi hafi ekki varað hana við afleiðingunum. Dómi þessum var áfrýjað, en þegar þetta er ritað liggur dómur Hæstaréttar ekki fyrir. I dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá 24. febrúar 1994 er fjallað um sjónskekkju- aðgerð. Sjúklingurinn hélt því fram að 33% af þessum aðgerðum bæru ekki árangur og fyrir hafi komið að aðgerð hafi leitt til blindu. Þá var bent á að almennt mætti gera ráð fyrir að óþægindi vegna tvísýni yrði tilfinnanlegri eftir því sem sjúklingur væri eldri við aðgerð. Sjúklingurinn hélt því fram að hann hefði ekki verið upplýstur um þetta fyrir aðgerðina og að læknirinn hafí vanrækt upplýsingaskyldu sína gagnvart sjúklingnum. í dómnum var tekið fram að sú skylda hafi ekki hvílt á lækni að skýra frá sjaldgæfum fylgikvillum sem ekki mátti sjá fyrir. Þá var upplýst í málinu að aðilar hafi rætt um aðgerðina og sérstaklega hafi verið rætt um möguleikana á sýkingar- hættu. Ekkert var hins vegar skráð í sjúkraskrá hvað aðilum fór á milli og engin vitni voru að þeim samræðum. Þá var upplýst í málinu að sjúklingurinn hefði rætt við nákominn ættingja sinn sem væri læknir um hugsanlega augnaðgerð og sá hefði upplýst hana um að augnvöðvi gæti styst við aðgerð sem þessa og aldrei væri hægt að segja fyrir um það hvemig augnvöðvi gréri eftir svona aðgerðir. Engu að síður samþykkti sjúklingur aðgerðina og lét hjá líða að spyrja lækninn nánar út í þann þátt. Að lokum, það er mjög mikilvægt að sú regla verði tekin upp á sjúkrahúsum hér á landi, að sjúklingar veiti skriflegt samþykki fyrir meðferð og aðgerðum. Ef slík regla væri tekin upp væru kostimir þeir að sjúklingar yrði betur upplýstir um væntanlega meðferð og aðgerðir. Undirritun samþykkis myndi þá verka hvetjandi, bæði á læknana til að veita upplýsingar og á sjúklingana til að afla sér þeirra og spyrja nánar út í það sem í vændum væri. Það væri þá að minnsta kosti ekki hægt að dæma sjúkrastofnanir og lækna til greiðslu bóta vegna þess að samþykkis var ekki leitað hjá sjúklingi fyrir ákveðinni aðgerð. 264

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.