Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 43

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 43
taldi að í flestum tilvikum væri dráttur á dómsmálum ekki dómurum að kenna heldur ættu lögmenn fremur sökina. Eiríkur taldi málatímann í lagi, með þeirri undantekningu að málatími einkamála í Hæstarétti væri of langur og réttar- kerfinu til vansa. Hann taldi sjálfræði dómstólanna varðandi fjárveitingar koma til greina. Fengju þeir forræði um sín mál yrði e.t.v. hætta á að meirihluti dóm- ara mismunaði einstökum dómurum innan stéttarinnar. Pétur Kr. Hafstein hæstaréttardómari tók til máls og taldi ýmis vandamál samfara auknu eða fullkomnu sjálfstæði dómstóla. Einstökum dómstólum gæti þá verið mismunað. Hann taldi mikilvægt, þótt dómsvaldið fengi aukið forræði á sínum fjármálum, að það yrði í nánum tengslum við löggjafarvaldið. Olöfu Pétursdóttur dómstjóra leist ekki á að dómstólar fengju heildarfjár- veitingu sem þeir ættu að skipta á milli sín. Friðgeir Björnsson dómstjóri taldi að fjárveitingum til nokkurra dómstóla væri full þröngur stakkur skorinn en ekki vantaði þó mikið upp á. Friðgeir taldi, að veitti fjárveitingavaldið dómstólunum það fé, sem þeir gætu sýnt fram á með skynsamlegum hætti að þeir þörfnuðust, væri ekki þörf á að breyta núverandi fyrirkomulagi. Hann taldi ekki ástæðu til að koma á fót dómstólastofnun. Frið- geir kvað samskipti dómstóla við dómsmálaráðuneytið almennt góð en lítil og best væri fyrir báða aðila að þau samskipti þyrftu að vera sem minnst. Kristján Torfason dómstjóri kvartaði undan því að ekkert væri litið til hinnar miklu vinnu sem færi í gerð fjárlagatillagna þegar fjárlög væru sett saman. 1.3 Hver er æskilegur bakgrunnur dómara og hvernig á að standa að endurmenntun þeirra? Valtýr Sigurðsson formaður Dómarafélags íslands reifaði þetta mál og varp- aði fram þeirri spumingu hvort dómarafélagið ætti nokkuð að koma nálægt endurmenntun dómara. Allan Vagn Magnússon héraðsdómari ræddi um málatíma í einkamálum og hvort langur málatími geti leitt til þess að gert verði út um málin með öðrum hætti. Allan ræddi um markmiðssetningu í dómstólakerfinu. Hann velti fyrir sér hver væri æskilegur málatími og hversu mörg mál hver dómari ætti að dæma á ársgrundvelli. Allan taldi mikla þörf á slíkri markmiðssetningu. Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður taldi að margar þrætur sem væru í þjóðfélaginu kæmu ekki til dómstóla en ættu e.t.v. að gera það. Þá ætti að koma á laggirnar einhverri flýtimeðferð í neytendamálum eða öðrum málum sem þyldu ekki venjulega dómstólameðferð, þ.e. einhvers konar smámálameðferð. Ásgeir Pétur Ásgeirsson og Arngrímur ísberg héraðsdómarar blönduðu sér í umræðuna. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri fjallaði stuttlega um, að æskilegt væri að dómara- efni hefðu sem víðtækasta starfsreynslu og jafnvel væri þörf á að dómaraefnum sem ekki hefðu reynslu af dómstörfum gæfist kostur á upprifjunarnámi í dóma- samningu og réttarfari. Friðgeir Bjömsson dómstjóri talaði um hugsanlegar breytingar á réttarfari í 267

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.