Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Qupperneq 44

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Qupperneq 44
þá átt að þeir sem vildu höfða mál gætu komið fyrir dómara eða sáttanefnd og lýst kröfu sinni e.t.v. án skriflegrar stefnu og síðan yrði leyst úr málinu án mik- ils kostnaðar. Friðgeir fjallaði einnig um skipulagt nám lögfræðinga við dóm- stóla, þ.e. starfsþjálfun dómarafulltrúa. Loks fjallaði hann um endurmenntun dómara sem skipta um málaflokka innan dómstóls. Hann taldi að varla væri mögulegt að hver dómstóll geti séð um endurmenntun dómara. Þorsteinn A. Jónsson skiifstofustjóri og Valtýr Sigurðsson héraðsdómari lýstu skoðun sinni á þörfinni fyrir endurmenntun dómara. 1.4 Staða dómarafulltrúa í dómskerfinu Arnfríður Einarsdóttir dómarafulltrúi tók til máls og taldi réttindi dómarafull- trúa og launakjör í engu samræmi við starfsskyldur og starfsábyrgð. Ingveldur Einarsdóttir dómarafulltrúi tók undir með Amfríði að launakjör dómarafulltrúa væru ekki í samræmi við starfsábyrgð. Ingibjörg Benediktsdóttir settur hæstaréttardómari lýsti þeirri skoðun sinni að mál þau sem dómarafulltrúar fæm með væru rnörg hver erfið, jafnt réttarfars- lega sem efnislega, og taldi dómarafulltrúa fá mjög góða reynslu í störfum sínum. Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður taldi að staða dómarafulltrúa í dóms- kerfinu stæðist vart 6. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Hann taldi rétt að fjölga dómurum tímabundið til að leysa vandamálið varðandi dómarafulltrúana en vinna síðan að fækkun þeirra smám saman. Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri taldi dómstólana, sérstaklega utan Reykjavíkur og Reykjaness, illa í stakk búna til að mæta tímabundnum sveifl- um í verkefnum. Réttara væri að hafa einn héraðsdómstól með mörg útibú. Þannig væri auðveldara að færa dómara til eftir því sem verkefnin gæfu tilefni til. Olafur Walter Stefánsson skrifstofustjóri, Kristján Torfason dómstjóri og Sig- urður T. Magnússon settur héraðsdómari fjölluðu einnig um stöðu dómarafulltrúa. Friðgeir Björnsson dómstjóri taldi hæpið að dómarafulltrúakerfið stæðist mannréttindasáttmálann. Hann taldi réttarstöðu dómarafulltrúa verri eftir aðskilnaðinn. Augljóst hefði verið við aðskilnaðinn að gert hefði verið ráð fyrir því að dómarafulltrúar hefðu áfram dómstörf með höndum. Friðgeir kvað óheppilegt að þurfa nú að taka á þessu máli, betra hefði verið að gera það strax við aðskilnaðinn sem hvort eð var hafi leitt til röskunar á stöðu og högum margra. Taka þyrfti til skoðunar stöðu þessara starfsmanna. Eðlilegt væri að gera þá að dómurum en gallinn væri sá að dómarar væru þá e.t.v. orðnir of margir. Sagði Friðgeir meðalstarfsaldur dómarafulltrúa hærri nú en meðal- starfsaldur þeirra sem skipaðir hefðu verið dómarar síðastliðin 10-20 ár hefði verið við skipun. Hann taldi að vinna yrði markvisst að lausn þessara mála. Friðgeir taldi afar óheppilegt að aðeins einn dómstóll yrði á héraðsdómstigi. Ólöf Pétursdóttir dómstjóri tók til máls. Hún taldi að leggja ætti niður stöður dómarafulltrúa. Hún taldi þá niðurstöðu, að dómarafulltrúar ættu ekki að dæma 268
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.