Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 45

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Page 45
mál, leiða til tímabundinnar fjölgunar dómara en þeim mætti þó trúlega fækka aftur þegar til langs tíma væri litið. Már Pétursson héraðsdómari sagði að sjá hefði mátt fyrir við aðskilnað að dómurum fækkaði og réttarstaða dómarafulltrúa breyttist. Hann taldi, að verk- efni hefðu jafnvel dregist saman hjá dómstólum og að dómarafulltrúar gætu farið í lögmennsku eða til sýslumanna. Þorsteinn A. Jónsson skrifstofustjóri taldi að leysa mætti vandamálið með því að skipa dómarafulltrúa og tryggja réttarstöðu þeirra með því að gera ókleift að leysa þá frá störfum nema með dómi. Allan Vagn Magnússon héraðsdómari taldi að rökrétt afleiðing af því að aðrir færu ekki með dómsmál en dómarar væri að fjölga þyrfti dómurum, a.m.k. tímabundið. Hann varpaði fram þeirri spumingu hvort dómarafulltrúar ættu að færast sjálfkrafa í dómarastöður. Allan velti því fyrir sér hvort það að dómara- fulltrúar væru ráðnir af dómstjórum eða dómstólunum sjálfum myndi einhverju breyta varðandi sjálfstæði dómarafulltrúa. 1.5 Launakjör dómara Valtýr Sigurðsson formaður félagsins tók til máls og taldi, að launahækkanir yrðu ekki sóttar gegnum Kjaradóm en kvaðst jafnframt ekki kunna svör við því hvemig hægt væri að sækja kjarabætur með öðrum hætti. Kristján Torfason dómstjóri kvað ábyrgð dómara ekki metna réttilega þar sem störfin snerast oft um annað en krónur og aura svo sem um frelsi manna eða ófrelsi. Eggert Óskarsson héraðsdómari taldi skilvirkni dómstóla mikla og hafa auk- ist. Dómarar væm daglega í sviðsljósinu en störf þeirra væru ekki metin til launa í samræmi við mikilvægi starfanna. Már Pétursson héraðsdómari kvað dómara fá greitt fyrir helmingi færri yfir- vinnustundir en sem næmi meðaltali yfirvinnu ríkisstarfsmanna. Már taldi þessa yfirvinnu rfldsstarfsmanna þó ekki vera unna nema að litlu leyti. Hann taldi dómara hins vegar vinna þá yfirvinnu sem þeir fengju greitt fyrir. Eiríkur Tómasson hæstaréttarlögmaður kvað launakerfið vera margfalt hér á landi. Tvískinnungs gætti og ekki mætti nefna mikinn launamun en erlendis væru raunveruleg launakjör meira uppi á borðinu. 2. Aðalfundarstörf Fundarstjóri Ásgeir Pétur Ásgeirsson héraðdómari setti aðalfund Dómara- félags íslands og gaf Valtý Sigurðssyni formanni félagsins orðið. Formaðurinn vísaði til prentaðrar skýrslu stjómar sem lá frammi á fundinum. Hann kvað þreifingar vera í gangi um höfðun dómsmáls vegna kröfu um orlofsgreiðslur ofan á yfirvinnugreiðslur. Hann kvað stjóm félagsins hafa leitað til lögmanns til að kanna réttarstöðuna og hefðu orlofslaun Sverris Einarssonar héraðsdóma verið tekin sem dæmi um þetta. Formaðurinn beindi þeirri spurningu til fundar- manna hvort félagið ætti að tryggja Sverri skaðleysi af mögulegri málshöfðun. 269

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.