Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Side 47

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1994, Side 47
næst ekið með bæjarstjóra Selfossbæjar í kynnisferð um bæinn í boði bæjar- stjómar. Þeirri ferð lauk í Mjólkurbúi Flóamanna en þangað hafði fundar- mönnum verið boðið ásamt mökum. Musteri mjólkuriðnaðarins á Suðurlandi var skoðað í krók og kring og bragðað á framleiðslunni. Félagsmenn og makar komu síðan saman til kvöldverðar á Hótel Selfossi, skemmtu hver öðrum og stigu dans fram eftir kvöldi. Laugardaginn 5. nóvember var dómaraþingi fram haldið. Stefán Már Stefánsson prófessor flutti fróðlegt erindi um stöðu meðdóms- manna í dómskerfinu og svaraði spumingum og athugasemdum fundarmanna um það efni. Þá flutti Þorsteinn Gylfason prófessor athyglisverðan fyrirlestur sem bar yfir- skriftina „Fjölræði og sjálfstæði“. Fjörlegar umræður spunnust um efni fyrir- lestursins. Þinginu var síðan slitið um kl. 12.00. Sigurður Tómas Magnússon 271

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.