Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 35

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 35
velli 2. eða 3. mgr. 177. gr.8 íþriðja lagi getur EB-dómstóllinn í forúrskurð- armálum kveðið á um gildi ákvarðana stofnana ESB. EFTA-dómstóllinn hefur ekki slrka heimild. Þótti óeðlilegt að dómstóllinn gæti kveðið á um gildi ákvarð- ana stofnana ESB og sameiginlegu EES-nefndarinnar. ífjórða lagi má nefna að nokkur munur er á málsmeðferðinni eftir því hvort um er að ræða forúrskurði eða ráðgefandi álit, einkum að því er varðar skyldu dómstóls í aðildarríki til að láta fylgja beiðni nákvæma lýsingu á atvikum máls og þeim lagaatriðum sem þar er fjallað um. Um málsmeðferðina fyrir EFTA-dómstólnum er fjallað nánar í 5. kafla. Lítil reynsla er komin á beitingu þessa úrræðis fyrir EFTA-dómstólnum. Þeg- ar þetta er ritað eru sex mál rekin fyrir dómstólnum, en auk þess hefur þremur málum verið lokið. Af þessum níu málum varða sex þeirra beiðni um ráðgef- andi álit. Þótt varlega verði að fara í að draga ályktanir af þessum tölum má á grundvelli þeirra leiða líkur að þvf að ráðgefandi álit eigi eftir að verða umtals- verður þáttur í starfsemi EFTA-dómstólsins í framtíðinni. 4. SKÝRING Á 34. GR. ESE-SAMNINGSINS 4.1 Á hverju er hægt að leita álits? í 1. mgr. 34. gr. ESE-samningsins segir að EFTA-dómstóllinn hafi lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES-samningnum. Þótt ákvæðið sé orðað með þessum hætti ber ekki að skilja það svo, að eingöngu sé átt við ákvæði sem er að frnna í meginmáli EES-samningsins. í 119. gr. hans segir að viðaukar, svo og gerðir sem vísað er til í þeim og aðlagaðar eru vegna samn- ingsins, skuli auk bókana vera óaðskiljanlegur hluti samningsins. Af þessu leið- ir að 34. gr. ESE-samningsins tekur einnig til bókana og viðauka, og þeirrar lög- gjafar sem þar er gert ráð fyrir að innleidd verði í EFTA-ríkjum, sbr. og 7. gr. EES-samningsins. Þannig tekur heimildin til þess að leita ráðgefandi álits varð- andi túlkun ákvæða sem er að finna í EES-samningnum og í þeirri löggjöf sem af honum leiðir, hvort sem hana er að fmna í almennum lögum eða stjórnvalds- fyrirmælum, sbr. til hliðsjónar 1. mgr. 1. gr. laga nr. 21/1994. Verður þessi lög- gjöf í heild einu nafni nefnd EES-réttur. Af því leiðir jafnframt, að ekki er unnt að leita álits dómstólsins á reglum sem ekki geta talist til EES-réttarins. í þessu síðasttalda felst m.a. að EFTA-dómstóllinn verður ekki spurður um túlkun á landsréttinum. Á þetta reyndi í dómi EFTA-dómstólsins í Restamark- málinu (E-l/94, 16. desember 1994). Þar var m.a. spurt hvort lögbundið einka- 8 Upphaflega var gert ráð fyrir að álit EFTA-dómstólsins skyldi vera bindandi fyrir dómstól þann sem þess leitaði. Frá þeirri ráðagerð var þó horfíð þar sem talið var að slíkt fyrirkomu- lag kynni að vera andstætt stjómarskrá einstakra EFTA-ríkja. í 107. gr. EES-samningsins er þeirri leið þó haldið opinni. Það er aftur á móti undir sérstakri ákvörðun einstakra EFTA-ríkja komið hvort þau kjósa að nýta sé þá heimild og gera nauðsynlegar ráðstafanir til þess að breyta lögum sínum eða stjómarskrá til þess að svo megi verða. 139
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.