Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Page 37
varðandi túlkun á EES-reglum komi upp undir rekstri dómsmáls sem rekið er
fyrir dómstóli EFTA-ríkis. í þessu felst að beiðni um ráðgefandi álit verður að
tengjast úrlausn dómsmáls sem rekið er fyrir viðkomandi dómstóli. Af þessu
leiðir ennfremur að eJdd er unnt að beiðast túlkunar á tilteknu ákvæði án tengsla
við raunverulegan réttarágreining. Eftir orðalagi 2. mgr. 34. gr. er það dómari
(eða dómarar) í viðkomandi dómstóli eða rétti sem metur nauðsyn þess að leita
álits og tekur ákvörðun þar um.
4.2 Hverjir geta beðið um ráðgefandi álit?
4.2.1 Takmarkanir samkvæmt 34. gr. ESE-samningsins
I 2. mgr. 34. gr. ESE-samningsins segir að komi upp álitamál um túlkun á
EES-reglum fyrir dómstóli EFTA-rílds geti sá dómstóll eða réttur, ef hann álít-
ur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á ráðgefandi álit frá
EFTA-dómstólnum. í 3. mgr. 34. gr. kemur síðan fram að einstök EFTA-riki
geti í löggjöf sinni takmarkað þennan rétt við dómstóla sem kveða upp úrlausn-
ir sem ekki sæta málskoti samkvæmt landslögum.
Fyrst má benda á að um dómstól eða rétt í EFTA-ríki verður að vera að ræða.
Nánar er hér átt við dómstóla í þeim EFTA-ríkjum sem jafnframt eiga aðild að
EES-samningnum. Af þessu leiðir m.a. að dómstólar í aðildarríkjum ESB geta
eldci leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins.
Næst liggur fyrir að athuga hvað átt sé við með dómstóli eða rétti. Frumtexti
ESE-samningsins er á ensku, en þar eru samsvarandi orð „court“ og „tribunal“.
Ókosturinn við orðin „dómstóll“ og „réttur“ í íslenskri þýðingu ESE-samn-
ingsins er sá að þau merkja það sama. Þar er m.ö.o. einfaldlega um að ræða tví-
tekningu.9
í reynd skiptir það þó ekki miklu máli hvemig íslensku þýðingunum er hagað
að þessu leyti. Við mat á því hvað telst „dómstóll eða réttur“ hefur það ekki
sérstaka þýðingu að skilgreina merkingu þeirra hugtaka í íslensku lagamáli ná-
kvæmlega, né í lagamáli annarra EFTA-ríkja. Það hefur m.ö.o. ekki neina
úrslitaþýðingu hvort stofnun telst til dómstólakerfisins samkvæmt lögum ein-
stakra EFTA-ríkja. Þetta mat ræðst af EES-réttinum sjálfum og á EFTA-dóm-
stóllinn síðasta orðið í því efni.
Þegar reynt er að svara þeirri spumingu hvemig EFTA-dómstóllinn muni
meta þetta atriði er eðlilegt að taka tillit til þess hvemig EB-dómstóllinn hefur
túlkað 177. gr. Rómarsáttmálans að þessu leyti, sbr. það sem áður hefur komið
fram um það efni. Má lýsa þeirri afstöðu svo, að við mat á því hvort stofnun
geti talist dómstóll skipti í reynd ekki máli hvort hún er í viðkomandi ríki kölluð
9 í íslenskri þýðingu starfsreglnanna (96. gr.) eru ensku orðin „Court or tribunal" þýdd sem
„dómstóll eða önnur stofnun rneð dómsvald“, í stað orðanna „dómstóll eða réttur" í 34. gr.
ESE-samningsins. í norskri og sænskri þýðingu á EES-samningnum og málsmeðferðarregl-
unum er eingöngu notað orðið „domstol".
141