Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Síða 37
varðandi túlkun á EES-reglum komi upp undir rekstri dómsmáls sem rekið er fyrir dómstóli EFTA-ríkis. í þessu felst að beiðni um ráðgefandi álit verður að tengjast úrlausn dómsmáls sem rekið er fyrir viðkomandi dómstóli. Af þessu leiðir ennfremur að eJdd er unnt að beiðast túlkunar á tilteknu ákvæði án tengsla við raunverulegan réttarágreining. Eftir orðalagi 2. mgr. 34. gr. er það dómari (eða dómarar) í viðkomandi dómstóli eða rétti sem metur nauðsyn þess að leita álits og tekur ákvörðun þar um. 4.2 Hverjir geta beðið um ráðgefandi álit? 4.2.1 Takmarkanir samkvæmt 34. gr. ESE-samningsins I 2. mgr. 34. gr. ESE-samningsins segir að komi upp álitamál um túlkun á EES-reglum fyrir dómstóli EFTA-rílds geti sá dómstóll eða réttur, ef hann álít- ur það nauðsynlegt til að geta kveðið upp dóm, farið fram á ráðgefandi álit frá EFTA-dómstólnum. í 3. mgr. 34. gr. kemur síðan fram að einstök EFTA-riki geti í löggjöf sinni takmarkað þennan rétt við dómstóla sem kveða upp úrlausn- ir sem ekki sæta málskoti samkvæmt landslögum. Fyrst má benda á að um dómstól eða rétt í EFTA-ríki verður að vera að ræða. Nánar er hér átt við dómstóla í þeim EFTA-ríkjum sem jafnframt eiga aðild að EES-samningnum. Af þessu leiðir m.a. að dómstólar í aðildarríkjum ESB geta eldci leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins. Næst liggur fyrir að athuga hvað átt sé við með dómstóli eða rétti. Frumtexti ESE-samningsins er á ensku, en þar eru samsvarandi orð „court“ og „tribunal“. Ókosturinn við orðin „dómstóll“ og „réttur“ í íslenskri þýðingu ESE-samn- ingsins er sá að þau merkja það sama. Þar er m.ö.o. einfaldlega um að ræða tví- tekningu.9 í reynd skiptir það þó ekki miklu máli hvemig íslensku þýðingunum er hagað að þessu leyti. Við mat á því hvað telst „dómstóll eða réttur“ hefur það ekki sérstaka þýðingu að skilgreina merkingu þeirra hugtaka í íslensku lagamáli ná- kvæmlega, né í lagamáli annarra EFTA-ríkja. Það hefur m.ö.o. ekki neina úrslitaþýðingu hvort stofnun telst til dómstólakerfisins samkvæmt lögum ein- stakra EFTA-ríkja. Þetta mat ræðst af EES-réttinum sjálfum og á EFTA-dóm- stóllinn síðasta orðið í því efni. Þegar reynt er að svara þeirri spumingu hvemig EFTA-dómstóllinn muni meta þetta atriði er eðlilegt að taka tillit til þess hvemig EB-dómstóllinn hefur túlkað 177. gr. Rómarsáttmálans að þessu leyti, sbr. það sem áður hefur komið fram um það efni. Má lýsa þeirri afstöðu svo, að við mat á því hvort stofnun geti talist dómstóll skipti í reynd ekki máli hvort hún er í viðkomandi ríki kölluð 9 í íslenskri þýðingu starfsreglnanna (96. gr.) eru ensku orðin „Court or tribunal" þýdd sem „dómstóll eða önnur stofnun rneð dómsvald“, í stað orðanna „dómstóll eða réttur" í 34. gr. ESE-samningsins. í norskri og sænskri þýðingu á EES-samningnum og málsmeðferðarregl- unum er eingöngu notað orðið „domstol". 141
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Tímarit lögfræðinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.