Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 40

Tímarit lögfræðinga - 01.05.1995, Qupperneq 40
Dómurinn er, eins og fyrr segir, reistur á því að við úrlausn þessa álitaefnis beri að taka mið af röksemdum sem fram hafa komið í dómum EB-dómstólsins um skýringu á sömu orðum í 177. gr. Rómarsáttmálans, þótt 1. mgr. 3. gr. ESE-samningsins legði ekki þá skyldu á herðar EFTA-dómstólsins að byggja á þessum úrlausnum EB-dóm- stólsins við skýringu á meginmáli þess samnings. I samræmi við þetta var talið að það skipti ekki máli við þetta mat hvort þessi stofnun teldist dómstóll eða eftir atvikum stjórnvald samkvæmt finnskum lögum. Dóminum bæri að meta það sjálfstætt hvort stofnunin gæti með hliðsjón af eðli sínu, hlutverki og samsetningu talist dómstóll í skilningi EES-réttar. Þótt ekki sé í dómi EFTA-dómstólsins beinlínis vísað til ein- stakra dóma EB-dómstólsins þar sem reynt hefur á þetta álitaefni má gera ráð fyrir að þeir hafi verið hafðir til hliðsjónar. Eru þessi dómar nefndir hér að framan. I dóminum er tekið fram að áfrýjunarnefndin sé föst stofnun sem sett hafí verið á stofn með lögum í ákveðnum tilgangi. Valdsvið hennar sé ákveðið í lögum. Þá sé kveðið á um skipan hennar í lögum og að henni beri við úrlausn mála að fara að réttar- reglum. Þá er bent á að málsmeðferðin fyrir nefndinni sé hliðstæð málsmeðferð fyrir stjórnsýsludómstólum og að ákvarðanir hennar séu bindandi og fullnustuhæfar. í dóminum er sérstaklega tekið fram að aðeins einn aðili komi fyrir áfrýjunamefndina, en jafnframt bent á að slíkt fyrirkomulag sé algengt við málsmeðferð fyrir stjórn- sýsludómstólum í Finnlandi, þar á meðal fyrir æðsta stjórnsýsludómstólnum. Þetta sé einnig algengt í Svíþjóð. Dómurinn taldi, þegar öll framangreind atriði væru virt, að áfrýjunamefndin væri þrátt fyrir allt í raun og að lögum sjálfstæð og hlutlaus. Þótt hún sýndist nátengd yfir- stjórn tollamála16 væri henni veitt sjálfstæði, sem gera yrði ráð fyrir að hún nyti í reynd, og málsmeðferðin fyrir henni bæri öll einkenni málsmeðferðar fyrir dóm- stólum. I því sambandi, og með vísan til áðurgreindra atvika, er í dóminum sérstak- lega bent á að áfrýjunarnefndin og þeir sem þar eiga sæti, hafi hvorki afskipti af ákvörðunum héraðstollyfirvalda í einstökum málum, né af því, hvort máli er skotið til æðsta stjórnsýsludómstólsins. Nefndin sé óháð aðilum að ágreiningsmálum, sem fyrir hana eru lögð, og héraðstollyfirvöldum. Af þessu leiði að ekki sé slíkt stjórnsýslusam- band milli áfrýjunarnefndarinnar og ríkistollstjórnaiinnar, og að það útiloki að litið sé á nefndina sem dómstól eða rétt í skilningi 34. gr. samningsins um eftirlitsstofnun og dómstól. Með hliðsjón af þessu og með það í huga, að tilgangur með ráðgefandi álitum væri að koma á sérstöku samstarfi milli EFTA-dómstólsins og landsdómstólanna, í því skyni að aðstoða þá síðarnefndu við beitingu EES-réttar þar sem það ætti við, var talið að beiðni Tullilautakunta um ráðgefandi álit væri tæk til efnismeðferðar. Segja má að í forsendum dómsins sé lögð áhersla á tvennt. í fyrsta lagi eru færð fyrir því rök að áfrýjunarnefndin hafi mikið sjálfstæði, þrátt fyrir tengsl sín 16 Þau stjórnsýslutengsl sem hér er vísað til eru þau að samkvæmt fmnskum lögum er áfrýjunamefnd tollyfirvalda hluti af tollstjóm finnska ríkisins. Þá var sérstaklega höfð í huga sú staðreynd að formaður áfrýjunarnefndarinnar er jafnframt æðsti yfirmaður tollstjómarinn- ar, auk þess sem aðrir meðlimir áfrýjunamefndarinnar em jafnframt starfsmenn tollstjómar- innar. 144
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.