Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 4

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 4
liggur að sjálfsögðu í augum uppi að oft getur verið harla flókið og vandasamt að ákvarða hverjar bætur tjónvaldur skuli greiða, þótt stundum sé það tiltölu- lega auðvelt. í mörgum tilvikum getur verið bærilega auðvelt að ákvarða bætur fyrir galla, t.d. á múrverki eða í vél. Þegar kemur að lífs- og líkamstjóni má hins vegar fullyrða að vandinn verði aldrei stærri. Þar koma ýmis atriði til sögunnar sem háð eru mati, sem í flestum tilvikum verður ekki byggt á mjög traustum grunni. Það breytir hins vegar engu um það að bætur fyrir tjón af þessu tagi ber að miða við framangreinda grundvallarreglu og vafalaust er að um það hafi enginn löngun til að deila. Nú virðist það vera bláköld staðreynd, þrátt fyrir tilraunir löggjafans allt frá árinu 1958, og jafnvel frá fyrri tíma, til þess að jafna launamun karla og kvenna, að ástandið í þeim málum þykir enn óviðunandi. Árið 1958 fullgilti ríkisstjóm Islands samþykkt Alþjóðavinnumálastofnunarinnar um jöfn laun karla og kvenna fyrir jafnverðmæt störf. Síðan eru því liðin tæp 40 ár. Vonandi fer að rætast úr í þessum efnum, enda skortir ekki á lög og samþykktir til þess að svo megi verða. Staðreyndin er hins vegar sú að þessi róður er þungur og gengur hægt og enginn veit að sjálfsögðu hvenær jafnréttislandi verður náð. Á meðan verða konur að búa við þennan mun ójafnræðis, þótt hann fari vonandi minnk- andi með tímanum. Spurning er hins vegar hvort þessu markmiði verði nokkm sinni náð, þrátt fyrir lög og samþykktir, nema hugarfarsbreyting verði hjá þeim sem launin greiða og er þar ríkissjóður ekki frátalinn. Þetta skapar vissulega erfiða aðstöðu þegar ákvarða skal bætur í málum eins og þeim sem hér eru til umfjöllunar. Annars vegar kveða lög og samþykktir á um jöfn laun karla og kvenna, en hins vegar blasir sú staðreynd við að þau eru það ekki. Við hvort á heldur að miða? Ef launamisræmi helst áfram þrátt fyrir baráttuna gegn því þá er sú kona betur sett fjárhagslega að öðru jöfnu, sem bætur fær miðað við laun karla, heldur en kynsystur hennar sem hafa óskerta starfsgetu en fá aðeins hluta launa karla fyrir vinnu sína. Það þýðir með öðrum orðum að þessi kona fær bætur sem nema hærri fjárhæð en tjón hennar og í því tilviki hafa bætumar ekki verið ákvarðaðar eftir þeirri grundvallarreglu sem fyrr var getið, að fullar bætur skuli greiða fyrir skaðabótaskylt tjón, hvorki meiri né minni. Hins vegar verður sama kona verr sett ef launajöfnuður næst á því tíma- bili sem örorkutjónsútreikningur hefur verið miðaður við hafi laun kvenna verið lögð honum til gmndvallar. Að vísu skiptir máli hvenær á því tímabili það kann að verða og hvort það gerist smám saman eða í einu vetfangi. Þetta er sá vandi sem við blasir í málum af þessu tagi og þarf engan að undra þótt hann verði tilefni umræðu. Hér sýnist þó hafa farið sem oft áður að umræðan verður ekki nægilega markviss vegna þess að aðeins hluti vandans er tekinn til umfjöllunar, en öðram sleppt. Umræðan hefur fremur snúist um það sem menn vilja að sé, en ekki um það sem er í raun, því að krafan sem sett hefur verið fram er sú að bætur til kvenna skuli miðaðar við jöfn laun kynjanna. I dómi Hæstaréttar frá 12. janúar sl. byggðist niðurstaðan á því að fyrir lá ör- orkutjónsútreikningur, „sem miðar við meðaltekjur iðnaðarmanna samkvæmt 190
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.