Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 31
FRÁ 75 ÁRA AFMÆLI HÆSTARÉTTAR
Hér á eftir fer frásögn Péturs Kr. Hafstein hæstaréttardómara af afmælis-
hátíð Hæstaréttar íslands 16. febrúar 1995. Þá ávörp Þorsteins Pálssonar
dómsmálaráðherra, Hrafiis Bragasonar forseta Hæstaréttar íslands, Nils
Pontoppidan forseta Hœstaréttar Danmerkur, Allans Vagns Magnússonar for-
manns Dómarafélags Islands og Ragnars Aðalsteinssonar formanns Lög-
mannafélags Islands, sem haldin voru á hátíðarsamkomu þann dag í Háskóla-
bíói.
PÉTUR KR. HAFSTEIN HÆSTARÉTTARDÓMARI:
Hinn 16. febrúar 1995 voru 75 ár liðin frá því, er Hæstiréttur íslands kom
saman í fyrsta skipti í Hegningarhúsinu við Skólavörðustíg. Dómþing var háð í
dómhúsi réttarins við Lindargötu kl. 10.30 árdegis til þess að kveða upp dóma,
eins og gert hafði verið í hinu fyrsta þinghaldi. Þá voru kveðnir upp fjórir dómar
en nú voru dómarnir tíu. Fimm dómarar tóku þátt í uppkvaðningu dómanna en
ekki þrír, eins og venjulegt er. Aðrir dómendur Hæstaréttar voru viðstaddir.
Fjöldi lögmanna var við þinghaldið auk nokkurra annarra, sem heiðruðu
Hæstarétt með nærveru sinni. Meðal þeirra voru forsetar hæstarétta hinna
Norðurlandanna, þrír fyrrrverandi hæstaréttardómarar, dómsmálaráðherra og
stjórnarmenn í Dómarafélagi Islands, Lögmannafélagi Islands, Sýslumanna-
félagi fslands, Lögfræðingafélagi fslands og Orator, félagi laganema.
Að loknu ávarpi forseta Hæstaréttar, Hrafns Bragasonar, og uppsögu dóma
kvöddu þessir sér hljóðs og ávörpuðu Hæstarétt: Ragnar Aðalsteinsson formaður
Lögmannafélags íslands, Nils Pontoppidan forseti Hæstaréttar Danmerkur, Olavi
Heinonen forseti Hæstaréttar Finnlands, Carsten Smith forseti Hæstaréttar
Noregs, Anders Knutsson forseti Hæstaréttar Svíþjóðar, Dögg Pálsdóttir for-
maður Lögfræðingafélags íslands og Kristín Edwald formaður Orators.
Hæstarétti voru færðar góðar gjafir við þetta tækifæri. Frá Hæstarétti Dan-
merkur fékk rétturinn tvær listaverkabækur, Fantasiens Fugle eftir Carl-Henn-
ing Pedersen með áritun listamannsins; frá Hæstarétti Finnlands myndskreytta
útgáfu þjóðkvæðabálksins Kalevala, sem finnski læknirinn og bókmennta-
prófessorinn Elias Lönnrot setti saman um miðbik síðustu aldar; frá Hæstarétti
Noregs ljósrit af handriti Landslaga Magnúsar konungs lagabætis, sem lögtekin
voru í Noregi 1274-1276 (Corpus Codicum Norvegicorum Medii Aevi); frá
Hæstarétti Svíþjóðar tvo kertastjaka úr látúni með áletrun; frá Dómarafélagi
Islands áletraðan silfurbréfhníf úr hendi Jens Guðjónssonar gullsmiðs; frá
Lögfræðingafélagi íslands hið nýja Lögfræðingatal og frá Orator gestabók með
tréspjöldum, útskomum af Hannesi Flosasyni. Þá bámst réttinum og heilla-
skeyti frá Sýslumannafélagi Islands, Héraðsdómi Reykjaness og Héraðsdómi
Norðurlands eystra.
Að lokinni athöfn í dómsal Hæstaréttar gengu dómarar og gestir yfir Lindar-
götu, þar sem dómsmálaráðherra lagði hornstein að nýju dómhúsi réttarins. Á
217