Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 36

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 36
II. Dómarar standa ekki einir að úrlausn dómsmála. Þar skiptir þáttur málflytj- enda einnig verulegu máli. Urlausn máls verður ekki vönduð hafi ekki verið lagður góður grunnur að málshöfðun í upphafi og henni fylgt eftir af dugnaði og lærdómi. Margir ágætir málflytjendur flytja mál fyrir Hæstarétti og á sam- starf þeirra og réttarins fellur sjaldnast skuggi. Auðvitað getur ekki farið hjá því að málflytjanda þyki erfitt að sætta sig við málsúrslit, þegar mál tapast, sem hann hefur trú á að eigi að vinnast. Þetta fylgir þó starfi þeirra óhjákvæmilega og flestir þeirra gera sér ljósa grein fyrir því að ekki þarf það að vera nokkur áfellisdómur yfir starfi lögmanns þótt mál vinnist ekki. Verið er að dæma um málstað en ekki menn. Þegar mál eru lögð fyrir Hæstarétt á ekki fyrirfram að vera einsýnt um niðurstöðu. Starf málflytjandans hefur á síðari árum orðið sífellt flóknara, umfangsmeira og sérhæfðara. Málfutningurinn í mörgu erfiðari. Hann þarf að taka saman mikið efni og skila því á stuttum tíma til dómaranna. Þetta kostar mikla vinnu, reynslu og stöðuga þjálfun. III. I endanlegu úrskurðarvaldi Hæstaréttar felst gildi stofnunarinnar fyrir þjóð- félagið. Einstaklingar og samtök verða að þola dóma réttarins og bera traust til þess að til þeirra sé vandað. Dómarar Hæstaréttar telja fólkið í landinu treysta réttinum. Það er þeim nauðsynleg hvatning til að leggja sig alla fram. Því verð- ur þó ekki neitað að grunnfærnisleg og neikvæð dægurumræða um dómsmál og önnur málefni réttarins valda á stundum áhyggjum. Spurningar geta þá vaknað um hvort þessi umræða skaði ekki réttarkerfið. Fólki sem hlut á að þessari umræðu er oft vorkunn því það virðist ekki leggja rétt mat á málstað sinn og telur sig eiga harma að hefna. Þáttur fjölmiðla og einstakra starfsmanna þeirra í þessari umræðu vekur hins vegar stundum spurningar. Hvaða kröfur gera þeir? Er ekki að því gáð hvað heimildarmönnum að fréttum og fréttaskýringum geng- ur til? Meðal þeirra sem starfa á fjölmiðlum vinnur til allrar hamingju einnig fólk sem vekur ekki slíkar spurningar. Það telur hlutverk sitt að segja hlutlægar fréttir og fréttaskýringar en ekki að vera áróðurstæki fyrir einstaklinga eða hópa. Dómurum og öðrum þeim sem vinna á sviði viðkvæmra félagsmála mun almennt ljóst að þeir mega ekki láta áróðurskennda umræðu hafa áhrif á störf sín. Hér hefur nokkuð verið staðnæmst við opinbera umræðu því góð kynning og skoðanaskipti geta verið hverri starfsemi nauðsynleg. Dómsvaldið bjó lengi vel við fremur litla kynningu og frásagnir fjölmiðla af dómum Hæstaréttar eru enn oft ófullkomnar og einhliða. Mættu stjórnendur sumra fjölmiðla læra af höfundi Grettissögu sem leggur þessi orð í munn Skafta lögsögumanni: „Jafnan er hálf- sögð saga ef einn segir því fleiri eru þess fúsari að færa þangað sem eigi ber betur ef tvennt er til“. Það hefur nokkuð sett mark á Hæstarétt sem stofnun síðustu árin að minnsta kosti að stofnunin hefur ekki fengið að þróast í réttum takti við þjóðfélagið og 222
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.