Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 47

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 47
Kristín Briem, hdl., framkvæmdastjóri Tímarits lögfræðinga fór síðan yfir endurskoðaða reikninga tímaritsins, en þeir miðast við tímabilið 1/1 1993 til 31/12 1993. Heildartekjur voru kr. 2.275.091, en þá hafði verið tekið tillit til afskrifta á ógreiddum en áður tekjufærðum áskriftum og auglýsingum vegna eldri ára að fjárhæð kr. 584.000. Gjöld ársins voru kr. 2.376.000., en á árinu var keyptur og gjaldfærður tölvubúnaður að fjárhæð kr. 355.000 og eldri tölvubúnaður að Ijárhæð kr. 287.000 afskrifaður. Gjöld umfram tekjur voru því á árinu kr. 101.000. Eigið fé pr. 31/12 1992 var kr. 5.976.863. Orðið var gefið laust um skýrslu stjómar sem og reikninga félagsins, en þar eð enginn tók til máls voru reikningar bomir undir atkvæði og vom þeir samþykktir. Stjómarkjör: Fráfarandi formaður Gunnlaugur Claessen, hæstaréttardómari gaf eigi kost á sér til endurkjörs. Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari og Ingvar J. Rögnvaldsson, skrifstofustjóri báðust og undan endurkjöri. Fráfarandi stjórn gerði tillögu um Dögg Pálsdóttur, skrifstofustjóra, sem formann og var hún kosin með lófaklappi. Þá var fallist á tillögu stjómar um varaformann Helga Jóhannesson, hdl. Tillaga stjómar um meðstjórnendur hlaut einnig sam- þykki fundarins, en þeir voru: Benedikt Bogason, dómarafulltrúi, Kristín Briem, hdl., Kristján Gunnar Valdimarsson, skrifstofustjóri, Ragnhildur Arn- ljótsdóttir, lögfræðingur, og Sigríður Ingvarsdóttir, héraðsdómari. I varastjórn voru kjörnir: Arnljótur Björnsson, prófessor, Eiríkur Tómasson, hrl., Hallvarður Einvarðsson, rfkissaksóknari, Hrafn Bragason, hæstaréttardóm- ari, Jón St. Gunnlaugsson, hrl., Stefán M. Stefánsson, prófessor og Þór Vil- hjálmsson, hæstaréttardómari. Endurskoðendur voru kjörnir: Guðmundur Skaftason, fyrrv. hæstaréttardómari og Helgi V. Jónsson, hrl. Varaendurskoð- endur vom kjörnir þeir: Allan V. Magnússon, héraðsdómari og Skúli Guð- mundsson, skrifstofustjóri. Að loknu stjómarkjöri þakkaði formaður fráfarandi stjórn fyrir ánægjulegt samstarf; óskaði nýkjörinni stjóm velfamaðar og sérstaklega eftirmanni sínum, en hér væri eitt karlaveldið enn fallið. Framtíð félagsins væri í öruggum hönd- um. Störf hennar í stjórn hefðu sýnt að hún væri vel að þessu trausti komin. Nýkjörinn formaður tók síðan til máls. Þakkaði hlý orð og sýnt traust og sagðist axla þá ábyrgð að feta í fótspor fyrirrennara sinna. Kvaðst þó ekki vilja líta á kjörið út frá því sjónarhorni að kosin hafi verið kona heldur lögfræðingur. Færði hún þeim sem úr stjóm gengu sem og framkvæmdastjóra þakkir og bauð nýja stjórnarmenn velkomna til starfa. Hinn röggsami fundarstjóri þakkaði síðan fundarsókn og sleit fundi. Svo samandregið og endursagt. Ingvar J. Rögnvaldsson fundarritari 233
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.