Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 33

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 33
inga í anddyri kvikmyndahússins. Að kvöldi afmælisdagsins buðu ráðherrann og kona hans hinum erlendu gestum, dómurum og starfsfólki Hæstaréttar og mökum þeirra til kvöldverðar í Ráðherrabústaðnum, en þar flutti Þór Vilhjálms- son hæstaréttardómari kveðjur og þakkir réttarins. ÞORSTEINN PÁLSSON DÓMSMÁLARÁÐHERRA: Forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, Hæstiréttur Islands, fulltrúar æðstu dómstóla Danmerkur, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. Þegar ríkisfáni íslands hafði verið dreginn að húni á Stjórnarráðshúsinu 1. desember 1918 bárust tónar fánakvæðisins yfir torgið í kvosinni: „Rís þú unga íslands merki“, draumurinn var nú orðinn að veruleika, ísland var fullvalda ríki. Mikil saga var að baki, en framundan það mikla verk að varða veg hins unga fullvalda ríkis til nýrrar framtíðar ókomins tíma. Skáldið hafði sett fram þá ósk að fáninn tengdi í oss að einu verki anda kraft og hjartalag og nú skyldi andinn krafturinn og hjartalagið reisa önnur þau merki sem í dagsins önn eru hluti af framkvæmd fullvalda ríkis. Með sambandslagasáttmálanum fengu Islendingar á ný rétt til þess að fara einir og sjálfir með æðsta dómsvald í íslenskum málum. Þegar lög höfðu verið sett og undirbúningi lokið kom Hæstiréttur Islands í fyrsta sinn saman 16. febrúar 1920. Við komum hér saman í dag til þess að fagna 75 ára afmæli rétt- arins. Á þessum tímamótum í sögu Hæstaréttar færi ég réttinum kveðjur, árnaðar- óskir og þakkir ríkisstjómar íslands og enn á ný blasir við óskrifuð saga þar sem Hæstiréttur verður sem fyrr kjölfesta réttarskipunar og þróunar. Dómstólamir eru einn af hyrningarsteinum lýðræðisskipulagsins. Við gemm þær kröfur að þeir séu sjálfstæðir, óhlutdrægir og skilvirkir. Það er mikil ábyrgð sem á herðum okkar hvílir að verja og viðhalda sjálfstæði og fullveldi þjóðarinnar. Hæstiréttur er með vissum hætti kjölfesta þeirrar stöðugu sjálfstæðisbaráttu. En kjölfestan má aldrei verða að einskonar fótakefli stöðnunar, dómstólarnir verða að taka þátt í lifandi síbreytilegu samfélagi. Á síðustu árum hafa menn í auknum mæli litið til réttinda borgaranna, nýjar hugmyndir mótast og dóm- stólarnir varða með yfirvegun og gætni þróun réttarins í ljósi nýrra aðstæðna. Við höfum á allra síðustu árum komið fram stórfelldum umbótum í íslensku réttarkerfi og dómskerfi. Fyrst með aðskilnaði dómsvalds og umboðsvalds í héraði og þeim réttarfarsbreytingum sem voru gerðar samhliða þeim aðskilnaði, því næst með breytingum á skipulagi og málsmeðferð fyrir Hæstarétti. Allar hafa þessar breytingar verið gerðar í ljósi nýrra hugmynda um aukin réttindi borgaranna með það að leiðarljósi að færa málsmeðferð í nútímalegra horf og gera hana skilvirkari. Óhætt er að fullyrða að verulegur árangur hefur náðst, málsmeðferð öll fyrir dómstólum er nú skjótvirkari en áður var og réttaröryggi hefur aukist. Því er ekki að leyna að gríðarleg fjölgun dómsmála var með vissum hætti að stefna réttaröryggi í óvissu fyrir þá sök hversu langan tíma tók að fá úrlausnir 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.