Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 32
Hornsteinn dómhúss Hœstaréttar íslands.
hornsteininn er letrað: „Hornstein þennan að húsi Hæstaréttar íslands lagði
Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra 16. febrúar 1995, á 75 ára afmæli rétt-
arins“.
Eftir hádegi var hátíðarfundur í Háskólabíói. Gestir voru hátt á fjórða hundrað
og meðal þeirra var forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir. Forseti Hæstaréttar
setti hátíðina með ávarpi. Þá fluttu leikararnir Ingvar E. Sigurðsson og Jóhann
Sigurðarson samantekt um sögu æðsta dómsvalds á Islandi eftir Davíð Þór
Björgvinsson aðstoðarmann við EFTA-dómstólinn í Genf, leiklestur undir
stjórn Sveins Einarssonar. Undir lestrinum var brugðið upp á baktjaldið 22
myndum úr sögu þjóðlífs og dómaskipunar. Þá fluttu ávörp Þorsteinn Pálsson
dómsmálaráðherra, Nils Pontoppidan forseti Hæstaréttar Danmerkur og talaði
af hálfu hinn erlendu gesta, Ragnar Aðalsteinsson formaður Lögmannafélags
Islands og Allan Vagn Magnússon formaður Dómarafélags Islands. Formaður
Lögmannafélagsins tilkynnti, að félagið gæfi Hæstarétti í afmælisgjöf list-
skreytingu eftir Svövu Bjömsdóttur myndlistarmann og yrði henni komið fyrir
í minni dómsal hins nýja dómhúss. Næst lék Tríó Reykjavíkur, þau Guðný
Guðmundsdóttir, Gunnar Kvaran og Halldór Haraldsson, Andantino, 2. þátt úr
tríói í e-moll fyrir fiðlu, selló og píanó eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Þá flutti
Sigurður Líndal prófessor erindi um þátt dómsvaldsins í þróun réttarins. Tríó
Reykjavíkur lék Allegro enertico, 1. þátt úr Tríói opus 101 í c-moll eftir
Johannes Brahms. Forseti Hæstaréttar flutti að endingu nokkur lokaorð.
Að hátíðarfundi loknum bauð dómsmálaráðherra öllum viðstöddum til veit-
218