Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 3

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 3
TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA 3. HEFTI 45. ÁRGANGUR SEPTEMBER 1995 ÁLITAMÁL Fyrir skemmstu var nokkuð rætt og ritað um tvo dóma sem gengu í Héraðs- dómi Reykjavrkur 20. júní sl. Þessi umræða náði og til dóms sem gekk í Hæsta- rétti 12. janúar sl. um svipað sakarefni. Stúlka tvítug að aldri höfðaði skaðabótamál gegn tveim tryggingarfélögum, annars vegar vegna umferðarslyss sem hún lenti í tæplega 17 ára gömul og hins vegar vegna umferðarslyss sem hún lenti síðar í, þá á 19. aldursári. I þessum málum var hvorki deilt um bótaskyldu tjónvalds né örorkustig tjónþolans, sem var talið vera 2% í fyrra málinu og 4% í því síðara. Aðaldeiluefni aðila var það hvort miða ætti örorkutjónsbætur við óskertar meðaltekjur iðnaðarmanna eða 75% þeirra tekna, þar sem um konu var að ræða, en rannsóknir sýna að laun kvenna eru að jafnaði lægri en laun karla. Ástæða þess, að við meðaltekjur iðnaðarmanna er miðað, er sú að þær munu nálægt meðallaunatekjum í landinu og því talið eðlilegt að nota þá viðmiðun, þegar um ungt fólk er að ræða, sem ekki hefur enn aflað sér tekna að neinu marki, hefur ekki svokallaða tekjureynslu. Varð niðurstaðan í héraðsdómunum sú að miða við 75% teknanna á þeirri forsendu að ekki væri unnt að áætla að tekjur tjónþolans í framtíðinni hefðu orðið jafnháar og meðaltekjur iðnaðar- manna af karlkyni. Einnig er í dómunum stuðst við fordæmi í dómi Hæstaréttar frá 12. janúar sl. Þar sem slysin urðu fyrir 1. júlí 1993 náðu skaðabótalögin nr. 50/1993 ekki til sakarefnisins, heldur voru dómarnir byggðir á þeim reglum sem stuðst hefur verið við um langan aldur og tekið hafa tiltölulega litlum breytingum á þeim tíma. Tæpast þarf að rifja það upp með lesendum þessa rits að í skaðabótarétti gildir sú grundvallarregla að sé um skaðabótaskyldu að ræða á tjónþoli að fá tjón sitt bætt, hann á ekki að fá lægri bætur en tjóninu nemur, heldur ekki hærri. Það 189
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.