Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 24
gerðir þeirra sem vinna í þágu skips fella bótaábyrgð á útgerðarmann sam-
kvæmt reglunni um húsbóndaábyrgð í 171. gr. siglingalaganna, en þessir sömu
aðilar geta ekki komið í veg fyrir að hann geti takmarkað ábyrgð sína.27 Yfirleitt
eru það hlutafélög sem gera út skip og flytja farm. Hvað er hlutafélagið sjálft?
Fræðimenn nefna æðstu stjórnendur, stjórn og forstjóra. Sumir nefna þó fleiri,
þá sem hafa sjálfstæða stöðu í æðstu stjórn útgerðarinnar, þeir sem stjórna í
raun.
Niðurstaðan verður líklega sú að þetta verði að meta meir eftir því hvaða verk
var unnið eða vanrækt og hvort það var verkefni sem venjulega er unnið af út-
gerðarmanni sjálfum, verkefnið sé unnið af æðsta yfirmanni, enginn vaki yfir
framkvæmd verka þess aðila.28 Höfundar eru sammála um að sé útgerðarmaður
líka skipstjóri, þá geti hann sem útgerðarmaður takmarkað ábyrgð sína þótt
hann sem skipstjóri valdi tjóni af meðvituðu stórfelldu gáleysi. Skipstjóri sé
aldrei farmflytjandi/útgerðarmaður sjálfur.
Af þessu verður séð að það á að heyra til algerra undantekninga að á þessar
reglur reyni.29 Útgerðarmenn láta starfsmenn sfna annast daglegan rekstur.
Óhugsandi er við venjulegar aðstæður að ákvarðanir teknar á æðstu stöðurn geti
verið gálausar í þeim mæli sem áskilið er gagnvart tjóni sem verður við rekstur
skipa félagsins. Og reyndin er að þetta heyrir til algerra undantekninga. Ég hef
heimildir um þrjár dómsúrlausnir á Norðurlöndunum sem fjalla efnislega um
þessar reglur.30 Þar er í fyrsta lagi dómur Helsingfors rádstuvurátt, birtur í ND
1989, bls. 156, og síðan tveir íslenskir hæstaréttardómar.
Fyrri dómurinn er H 1992 1178. Þar var viðurkennd bótaskylda Skipaútgerðar
ríkisins vegna flatningsvélar er fór út af dekki m/s Esju og hvarf í hafið norður
af Vestfjörðum. Þegar fjallað er um bótafjárhæð tekur Hæstiréttur svo til orða:
27 Sá starfsmaður sem veldur tjóni verður almennt bótaskyldur samhliða farmflytjanda/út-
gerðarmanni, þótt fátítt sé að bóta sé krafist af öðrum en farmflytjanda/útgerðarmanni. Aðrir
sem bótaábyrgð kunna að bera geta borið fyrir sig takmörkun ábyrgðar á sama hátt og farm-
flytjandi/útgerðarmaður og missa rétt til að beita henni á sömu forsendum, sbr. 2. og 3. mgr.
72. gr. og 2. mgr. 173. gr. og 176. gr. Hver sá sem bótaskyldur er missir rétt til að beita tak-
mörkun vegna eigin atferlis, ekki annarra.
28 Enginn þeirra fræðimanna er fjallað hafa um efni þessi hefur haldið því fram að aðalfund-
ur eða hluthafafundur geti sýnt af sér stórfellt meðvitað gáleysi, þó vissulega sé félagið sjálft
þar ljóslifandi komið. Fræðilega ættu slíkar yfirsjónir þessara funda að leiða til rnissis réttar
til að takmarka ábyrgð, en raunhæft gildi hefur það ekki.
29 í Chorley & Giles er tekið svo til orða um þetta atriði á bls. 411: „... impossible to break
the limits, except in the most blatant of cases“.
30 Eru þá undanskildir dómar Héraðsdóms Reykjavíkur 17. febrúar 1994 og 12. aprfl 1995 í
málinu nr. E-2633/1993, en þeir hafa ekki verið prentaðir.
210