Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 50
4. FRAMKVÆMDASTJÓRI FÉLAGSINS
Helga Jónsdóttir, lögfræðingur var ráðin framkvæmdastjóri félagsins frá 1.
desember 1993. Helga hefur sinnt starfi sínu nreð miklum ágætunr, en hún hefur
nú sagt starfi sínu lausu frá 1. janúar 1995 að telja. Stjóm félagsins þakkar
Helgu fyrir vel unnin störf í þágu félagsins og óskar henni velfarnaðar í nýju
starfi. Starfið verður væntanlega auglýst fljótlega.
Skrifstofa félagsins er áfram að Álftamýri 9, þar sem Lögmannafélag Islands
lætur félaginu aðstöðu í té endurgjaldslaust. Kann félagið Lögmannafélaginu
bestu þakkir fyrir.
5. TÍMARIT LÖGFRÆÐINGA
Tímaritið hefur komið reglulega út undir ritstjórn þeirra Friðgeirs Björns-
sonar, dómstjóra og Steingríms Gauts Kristjánssonar, héraðsdómara. Á fyrri
hluta árs 1994 óskaði Steingrímur eftir því að vera leystur frá ritstjórninni og
frá þeim tínra hefur Friðgeir ritstýrt blaðinu einn. Þakkar stjórnin þeirn báðum
vel unnin störf. Af hálfu stjórnar hefur Kristín Briern haft með höndum fram-
kvæmdastjóm tímaritsins og hefur unnið þar gott starf. Fyrr á árinu var félagið
á hrakhólum með geymslupláss fyrir eldri árganga, svo og endurprentanir tíma-
ritsins. Það mál hafa þau Kristín og Friðgeir nú leyst með farsælum hætti.
Fjárhagur tímaritsins stendur traustum fótum. Haldið hefur verið áfram þeirri
stefnu, sem tekin var upp fyrir nokkrum árum að greiða ritlaun fyrir greinar. I
samvinnu við framkvænrdastjóra félagsins hefur Kristín haft umsjón með ljós-
ritun eldri hefta tímaritsins, sem eru orðin ófáanleg. Haldið hefur verið áfram
vinnu að samningu heildanægisturs frá upphafi. Þá hafa enn verið hertar inn-
heimtuaðgerðir vegna ógreiddra áskriftargjalda með góðum árangri.
6. LÖGFRÆÐINGATAL
Svo sem áður getur kom fyrsta eintak nýs Lögfræðingatals úr prentun hinn
28. október 1993 eða sama dag og aðalfundur félagsins var haldinn. Tveimur
dögum síðar efndi stjórn félagsins til kaffisamsætis á Hótel Borg ásamt ritnefnd
Lögfræðiugatalsins og ritstjóra.
Á þessum fundi var fjórum einstaklingum, sem félagið á skuld að gjalda vegna
útkomu ritsins, fluttar þakkir og hverjum þeirra afhent eintak Lögfræðingatals. Þá
flutti Sigurður Líndal fróðlega hugleiðingu um fyrri Lögfræðingatöl.
Þá er unnið að fjórða bindi Lögfræðingatals, sem er nafnaskrá. Mun það
væntanlega koma út á næsta ári.
7. SAMSTARF VIÐ LÖGFRÆÐINGAFÉLÖG Á HINUM NORÐUR-
LÖNDUNUM
Framkvæmdastjóri félagsins sótti ársfund Norrænu lögfræðingafélaganna,
sem að þessu sinni var haldinn dagana 7.-10. júní 1994 í Marstrand í Svíþjóð.
236