Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 17

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 17
að háskólakennarar eru nær einráðir um allt sem máli skiptir í störfum þeirra. Þeir búa oft ekki einu sinni við neinar reglur um vinnutíma. Eins og ég sagði eru þetta sérkennilegar stofnanir. Næstum hvarvetna í veröldinni gera háskólar tilkall til sjálfstæðis. Það er margvíslegt sjálfstæði. Eitt er til dæmis sjálfræði um stöðuveitingar. Með hvaða rökum gæti háskóli krafizt slrks sjálfstæðis? Þau rök sem koma fyrst í hugann eru ofureinföld. Háskóli hefur vitið til að velja sér kennara og aðrir hafa það ekki. Hver annar getur metið hæfi eðlisfræðings til verka en aðrir eðlisfræð- ingar? A þessu má svo herða með því að beztu rökin fyrir sjálfræði einstaklings séu þau að hann sé bezt til þess fallinn að hafa vit fyrir sér. Á að leyfa unglingi að ráða í hvaða framhaldsskóla hann fer? Það geta verið mörg góð og gild svör við þessari spumingu, en bezta svarið er áreiðanlega það að hann viti það bezt sjálfur. Þetta er endanlegt svar. Það getur hins vegar verið býsna mikili vandi að meta hvort hann veit það bezt sjálfur. Karlar eins og Locke og Montesquieu hliðruðu sér hjá svona rökum um vit. í amerísku byltingunni þóttu öll rök af þessum toga lykta af aðalshugmyndum sem voru eitur í beinum manna vestan- hafs. En við þurfum ekki að óttast neinar aðalshugmyndir því allur aðall er útdauður nema að nöfnum og titlum til. Þar með getum við kannski litið hleypi- dómalaust á efnið, og tekið þá hugmynd alvarlega að háskóli hafi vitið til að skipa í kennarastöður sínar og aðrir ekki. Nú er það ekki minni vandi að meta hvort háskóli hefur bezt vitið til að velja sér starfsfólk en það er að meta hvort unglingur hefur vit til að velja á milli ólíkra skóla. Það er hægðarleikur að tíunda sögufræg dæmi um fráleitar stöðu- veitingar í háskólum og margvíslegt undirferli og annarlega flokkadrætti í kringum þær.22 Vitsmunaskorturinn sem um er að ræða í slíkum dæmum dugir auðvitað ekki til að hnekkja tilkalli háskólanna til sjálfstæðis. En hann dugir fyllilega til að hnekkja vitsmunarökunum fyrir sjálfstæðinu. Það er óvíst hvort háskóli hefur vitið, og þess vegna á hann ekki að vera sjálfstæður vegna vitsins. Á sama hátt duga engin vitsmunarök fyrir neinu öðru sjálfstæði háskóla. Tök- um eftir að þessar efasemdir má yfirfæra á önnur efni, til dæmis á ýmsa al- menna trú á sérfræðinga sem eru sagðir eiga að ráða einu eða öðru vegna sér- fræði sinnar. En þótt vitsmunarökin séu ógild er ekki þar með sagt að engin rök séu til fyrir að minnsta kosti ýmsu því sjálfstæði sem háskólar hafa lengi gert tilkall til, og meira að segja með prýðilegum árangri í Evrópu og Ameríku síðustu tvær ald- irnar. Eftir því sem ég fæ bezt séð eru veigamestu rökin einfaldlega þau að þau 22 Einhver kynni að vilja halda því fram að háskólar hafi mest vitið á stöðuveitingum þegar á heildina er litið og einstakar undantekningar breyti ekki þeirri heildarmynd frekar en sorp- blöð þurfa að breyta miklu um heildarmynd af fjölmiðlum. Þessa skoðun er mjög erfitt að rök- styðja vegna skorts á bærilegum samanburðargögnum. 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.