Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 28

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 28
leysisins (þ.e. að skaðinn hefði orðið þó að fullrar aðgæslu hefði verið gætt). Takist þessi sönnun ekki á sjúklingurinn kröfu á fullum bótum.1 í þessari niðurstöðu felst m.ö.o. að sönnunarbyrðinni er snúið við um afleið- ingar gáleysislegs læknisverks. Fróðlegt er að athuga, hvort íslenskir dómstólar hafi á þessu sviði beitt sömu eða svipaðri reglu og Oliver Talevski telur að danskir dómstólar hafi gert. Tel ég að a.m.k. þrír hæstaréttardómar á síðustu árum bendi til þess að svo sé. í H 1987 1168 stóð svo á, að 11 ára telpa hlaut andlitsáverka þannig að tvær framtennur losnuðu. Var farið með hana á slysadeild. Kvað stefnandi aðra tönn- ina hafa verið hálflausa en hina hafi hún haft með sér. I sjúkraskrá kom fram að gert hefði verið að sárum í munni og að telpunni hefði verið ráðlagt að leita tannlæknis daginn eftir. Ekki var reynd ígræðsla tannanna og raunar kom ekkert fram í sjúkraskránni um að telpan hefði haft tennurnar með sér, þegar hún kom á slysadeildina. I málinu lágu fyrir iæknisfræðileg álit um að ígræðsla hefði átt góða möguleika ef sérfræðingur deildarinnar í munn- og kjálkaskurðlækning- um hefði verið kallaður til og tennurnar verið til staðar í heilu lagi. í dómi Hæstaréttar var talið að lækninum, sem gerði að meiðslum telpunnar, hafi borið að leita til sérfræðingsins, en við hann hafði verið samið um að hann skyldi sinna munnhols- og kjálkaaðgerðum fyrir slysadeild, hvenær sem væri sólar- hrings, ef til hans næðist. Lýsing í sjúkraskránni væri ófullkomin að því er varð- aði ásigkomulag tanna telpunnar. Yrði því að leggja til grundvallar að tjónið yrði rakið til umræddrar vanrækslu, enda þótt með öllu væri ósannað að tönn hafi verið dregin úr telpunni á slysadeildinni. Var spítalinn á þessum forsendum talinn bera fébótaábyrgð á tjóni telpunnar vegna missis tannanna. I þessum dómi er slakað verulega á sönnun um sökina sjálfa og er það byggt á ófullkominni sjúkraskrá. Þannig var frásögn telpunnar lögð til grundvallar um að tennurnar hefðu verið heilar og til staðar, en að öðrum kosti hefði ekki verið ástæða til að kalla sérfræðinginn til. Eftir að þessi niðurstaða er fengin, er bóta- ábyrgðin lögð á spítalann, þó að í sjálfu sér hafi ekki verið nokkur vissa fyrir því að tannígræðslan hefði tekist, ef tennumar hefðu verið til staðar. Sýnist sú úrlausn vera byggð á svipuðum sjónarmiðum og getið var að framan úr dönsk- um rétti. H 1992 2122. Hér var sjúkrahús sótt til bótaábyrgðar vegna alvarlegs heila- skaða drengs, sem stefnendur töldu stafa af súrefnisskorti í og eftir fæðinguna. Töldu þeir um að kenna ófullnægjandi fæðingarhjálp á sjúkrahúsinu. Af hálfu 1 Um danskan rétt má að auki t.d. vísa til: P. Spleth í U. 1965 B, bls. 270-272 um dóm Hæstaréttar í U. 1965 680; J. Trolle í U. 1968 B. bls. 166-168 um dóm Hæstaréttar í U. 1967 828; Louise le Maire í U. 1968 B, bls. 348-350 um dóm Hæstaréttar í U. 1968 448; W.E. von Eyben: Bevis, Kh. 1986, bls. 102-107 og Johs. Nehm. o.fl.: Lœgeloven, 2. útg. Kh. 1990, bls. 132-136. 214
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.