Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 37

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 37
aðrar stofnanir þess. Þær framfarir í húsnæði og búnaði annarra stofnana sem fylgja auknum umsvifum í þjóðfélaginu og almennri velsæld fóru hjá garði. Þá gekk illa að láta kjör dómaranna fylgja launaþróun markaðarins. Ábyrgir aðilar eiga að skilja að erfitt verður að manna æðstu embætti rrkisins við hæfi ef kjör- um sem þeim fylgja er ekki haldið í einhverju samræmi við kjör sem fá má annars staðar. Eftir nokkra lagfæringu á launum hæstaréttardómara hefur mátt velja úr fleiri hæfum umsækjendum þegar stöður dómara losna. Þá hafa störf í Hæstarétti orðið eftirsóknarverðari en áður því loks hyllir undir bjartari tíma varðandi hús- næði og starfsaðstöðu réttarins. Heiður skal þeim sem heiður ber varðandi þá framkvæmd. IV. Ungum lögfræðingum þótti löngum hæstaréttardómarar ekki taka sér það vald í þjóðfélaginu sem þeim bar. Þeir vildu sigla lygnan sjó og bíða eftir að Alþingi setti reglur á þeim sviðum réttarins þar sem hann var óljós. Þeir sköpuðu ekki rétt af almennum reglum með túlkunum sínum og gæfu á stund- um stjómvöldum of lausan tauminn. Sérstaklega voru nefnd svið mannréttinda, eignarréttar og stjómsýslu. Bið vildi verða á lagasetningunni og það átti ekki vel við órólega hugi ungra manna. Dómar Hæstaréttar voru vissulega vandaðir og fullri virðingu haldið en yngri lögfræðingum þótti varfæmin ganga úr hófi. Það kom þó fyrir að hin lygnu vötn gámðust og tekið var undir skoðanir sem við þessar aðstæður gátu virst framúrstefnulegar. Gerðist þetta þótti dómurum lítið eftir þessu tekið og þjóðfélagið ekki taka mið af dómunum, t.d. væri vinnu- aðferðum stjórnsýslunnar í litlu breytt. Meðal dómara var oft rætt um breytingar á dómstólaskipuninni, um aukið sjálfstæði dómaranna, betri vinnuaðstöðu og bætta réttarfarslöggjöf. Yngri dómurum þótti lítið gerast og að eldri dómarar væru ófúsir til baráttu. Á mínum fyrstu dómaradögum báru ungir dómarar samt alltaf fullt traust til virðulegra hæstaréttardómara. Reynslan kenndi okkur svo að oft er léttara um að ræða en í að komast. Erfiðara reyndist að hafa áhrif á réttarþróunina en virst gat í fljótu bragði. Dómarar ráða ekki þeim málum sem lögð eru fyrir réttinn. Þau sem berast til hans eru mjög misjafnlega til þess fallin að verða stefnumarkandi og oft ekki þannig lögð fyrir að sköpum geti skipt. Það þarf oft mörg mál til, áður en skýrar dómvenjur skapast. Dómstólarnir á Islandi hafa þó smám saman slegið föstum ýmsum grundvall- arreglum á sviðum stjómskipunar og stjórnsýslu. Nú er verið að ræða um að setja í stjómarskrá lýðveldisins ýmsar þeirra reglna, aðrar hafa verið settar í stjórnsýslulög og Mannréttindasáttmáli Evrópu hefur verið lögleiddur. Þetta gerðist án mikils hávaða en tók tíma. Síðari árin hefur embætti umboðsmanns lagt sitt lóð á vogarskál þessarar þróunar og flýtt fyrir henni. Vera þeirra sem hafa setið í Hæstarétti síðustu árin hefur ekki alltaf verið auðveld. Hún á auðvitað ekki að vera það, en betri aðbúnaður og meiri opinber 223
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.