Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 18
fræði og vísindi sem iðkuð eru í háskólum eiga sér öll eitt sameiginlegt mark-
mið sem er býsna harður húsbóndi. Þetta markmið er að leita sannleikans. Til
að ná þessu markmiði að einhverju leyti - við náum því aldrei nema að ein-
hverju leyti - höfum við svo margvíslegar strangar reglur um aðferðir og vinnu-
brögð.
Sannleikskrafan réttlætir sjálfstæði þeirra sem reyna að hlíta henni af þeirri
einföldu ástæðu að sannleikurinn er sjálfstæð höfuðskepna sem er alltaf að
ljósta saman við aðrar höfuðskepnur eins og vald eða trú eða hagsmuni. Ef við
viljum hafa sannleika að markmiði er óhjákvæmilegt að vemda leitina að hon-
um fyrir ágangi til að mynda valds, trúar og hagsmuna. Það er þá viðleitni há-
skólanna en ekki vit þeirra sem réttlætir mikið sjálfstæði þein'a. Svo er önnur
saga nákvæmlega hvert það sjálfstæði á að vera, til dæmis hvort það á að ná til
stöðuveitinga eða sjálfstæðra tekjustofna.
Sannleiksrök af þessu tæi held ég að gildi líka um fjölmiðla. Það er að þvf
marki sem fjölmiðlar leitast við að leiða sannleikann um málefni líðandi stund-
ar í ljós sem þeir eiga sjálfstæði skilið. En auðvitað má ekki gleyma því að
sannleiksleitin er aðeins eitt hlutverk fjölmiðla af mörgun. Þeir eru til að mynda
til einberrar afþreyingar líka, og þeir geta gegnt nokkru eftirlitshlutverki eins og
Montesquieu ætlaði greinum ríkisvaldsins. Sannleiksleitin er ekki heldur eina
hlutverk háskólanna. Háskólar gegna til dæmis uppeldishlutverki líka og þjóna
margvíslegum tilgangi fyrir allt atvinnulíf. En afþreying, uppeldi og atvinnulíf
réttlæta ekkert sjálfstæði. Það gerir sannleikskrafan hins vegar öllum kröfum
fremur, og eftirlitskrafan líka á sína vísu.
6. DÓMSTÓLAR OG RÉTTLÆTI
Eg hef nú haldið fram rökum fyrir sjálfstæði bæði háskóla og fjölmiðla. Þessi
rök eru gerólík rökum Montesquieus fyrir sjálfstæði stjórnar, þings og dóm-
stóla. Þau eru nánast af öðrum heimi en hugmyndir hans. En það er góð spurn-
ing hvort þessi rök eigi erindi við þá sem áhuga hafa á þrískiptingu ríkisvalds-
ins, til að mynda sjálfstæði dómstóla. Við sáum að önnur rök Montesquieus -
frelsisrökin - eru veikburða eða að minnsta kosti umdeilanleg og að hin - eftir-
litsrökin - geta að minnsta kosti ekki talizt tæmandi á okkar tímum þótt þau hafi
kannski verið það á hans tfmum.
Eitt ætti að blasa við. Það eiga engin vitsmunarök við um sjálfstæði dómstóla
fremur en um háskóla. Dómstólar eiga ekki að vera sjálfstæðir vegna þess að
þeir hafi vitið til að fella rétta eða þó ekki sé nema viðunanlega dóma. Spurn-
ingin verður þá sú hvort við getum gert eitthvað sem líkist sannleikskröfu til
dómstóla. Kannski hún ætti að heita réttlætiskrafa. Þessari spurningu ætla ég
ekki að reyna að svara. En réttlætið er höfuðskepna og mundi tryggja dómstól-
um sjálfstæði. Og réttlætiskröfunni verða að fylgja strangar reglur um aðferðir
og vinnubrögð til að hún verði ekki orðin tóm. Síðan mundu dómstólarnir fyrir-
gera sjálfstæðinu ef þeir misstu sjónar á réttlætinu.
204