Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 34

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 34
deilumála. Með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á áfrýjunardómstiginu er reynt að bregðast við þeirri hættu og ég er sannfærður um að allar horfa þær breytingar í rétta átt þótt enn sé óunnið og ntenn verði sífellt að vera á varðbergi og reiðubúnir til þess að móta réttarþróun og dómstólaskipan í samræmi við öra þróun þjóðfélagsins. Þegar landsyfirrétturinn var settur á fót sagði í tilskipun Kristjáns konungs 7. frá því í júlí árið 1800 að landsyfirrétturinn skyldi haldast í Reykjavíkurkaup- stað „hvar vér höfum gert þá ráðstöfun að nauðsynlegt hús til þessa verði upp byggt; en þangað til það verður fullbúið má réttinum haldast annaðhvort í hús- um þess latínska skóla eður tugthússins“. Það er stundum kvartað yfir seinagangi í afgreiðslu dómsmála en eins og þessi tilvitnun ber með sér hefur það líka komið fyrir framkvæmdavaldið að góð áforrn hafa dregist úr hömlu, en betra er seint en aldrei, það er fagnaðarefni að á þessum afmælisdegi Hæstaréttar skuli hafa verið lagður hornsteinn að því nauðsynlega húsi sem framkvæmdavaldið gaf fyrirheit um fyrir hart nær tveimur öldum. A 50 ára afmæli dómarafélagsins fyrir rúmum þremur árum gerði ég grein fyrir þeirn áformum sem uppi væru um að bæta úr brýnni húsnæðisþörf Hæsta- réttar. Hefur síðan verið unnið staðfastlega að því markmiði og í morgun var hornsteinninn lagður. Framkvæmdir við bygginguna eru komnar vel á veg og við væntum þess að um mitt næsta ár geti rétturinn flutt starfsemi sína í ný húsa- Þorsteinn Pálsson dómsmálaráðherra leggur hornstein að dómhúsi Hœstaréttar Islands 16. febrúar 1995 220
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.