Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 49

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 49
9. Árlegt málþing félagsins var haldið í Viðeyjarstofu laugardaginn 8. október 1994 og stóð frá kl. 10:00 til kl. 17:30. Þá voru bornar fram léttar veitingar. Að þessu sinni var umfjöllunarefni málþingsins hæfisreglur í stjórnsýslu og í réttarfari. Ráðstefnustjóri var Markús Sigurbjörnsson, hæstaréttardómari. Fyrir hádegi fluttu framsöguræður: Sigurður Líndal, prófessor um efnið: „Uppruni og þróun hæfisreglna“, Garðar Gíslason, hæstaréttardómari um efnið: „Tengsl hæfisreglna og siðferðisreglna“ og Páll Hreinsson, lögfræðingur hjá umboðs- manni Alþingis um efnið: „Almenn og sérstök hæfisskilyrði“. Eftir hádegi fluttu erindi: Þórhildur Líndal, deildarstjóri í forsætisráðuneytinu um efnið: „Hæfísreglur f stjórnsýslu", Benedikt Bogason, dómarafulltrúi um efnið: „Hæfísreglur dómara“ og Viðar Már Matthíasson, hrl. um efnið: „Hæfísreglur lög- manna“. Eftir það fóru fram umræður og fyrirspumum var svarað. Því næst fór fram pallborðsumræða undir stjóm Tryggva Gunnarssonar, hrl. um efnið: „Staða hæfísreglna á íslandi og þróun síðasta áratug“. Þátttakendur í þeim umræðum voru allir framsögumenn auk þess sem íjölmörgum fýrirspumum var beint til þeirra frá fundargestum. Málþing þetta var undirbúið af sérstakri málþingsnefnd innan stjórnar félags- ins, en í henni sátu: Dögg Pálsdóttir, Kristín Briem, Helgi Jóhannesson og Markús Sigurbjömsson. Málþing þetta tókst afar vel í alla staði og var vel sótt, en þátttakendur voru 120. Bókaðir fundarmenn voru samtals 427 á starfsárinu, sem verður að teljast ágæt þátttaka. Engu að síður er um að ræða nokkra fækkun frá fyrra ári, sem skýrist m.a. af því að málþing það árið var hið næst fjölmennasta í sögu félags- ins. Þá hefur það verið áberandi, hve góð þátttaka hinna yngstu félagsmanna hefur verið á mörgum fundum, sem er í senn ánægjulegt og hlýtur að gefa vís- bendingu um að ekki þurfi að óttast um framtíð félagsins. Stjórn félagsins flytur þakkir sínar öllum þeim, sem tóku að sér að flytja er- indi á fundum og tóku annan virkan þátt í umræðum á fræðslufundum félagsins. 2. FJÖLSKYLDUFERÐ í VIÐEY Laugardaginn 14. maí 1994 efndi stjórn félagsins til skoðunarferðar félags- manna nteð fjölskyldum sínum í Viðey undir leiðsögn Sigurðar Líndal, prófess- ors. Ferðin var í senn skoðunarferð og upprifjun á réttarsögunni, enda ærið umfjöllunarefni á þessum mjög svo „juridiska stað“. Þarna gafst félagsmönnum kostur á að brjóta upp hefðbundið fundarform með þátttöku fjölskyldna sinna. Tókst ferðin í alla staði mjög vel, enda reyndust veðurguðimir lögfræðingum eins hliðhollir og verða mátti. Þátttakendur í ferðinni voru 45. 3. JÓLATRÉSSKEMMTUN Jólatrésskemmtun var haldin fyrir börn og bamaböm félagsmanna í samvinnu við Lögmannafélag íslands í Átthagasal Hótel Sögu 30. desember 1993. 235
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.