Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 15

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 15
Þessi hugsun Lockes - hann segir ekkert meira um hana en þetta - er áreiðanlega einn lykillinn að hugsun Montesquieus um efnið.19 Það er of hættulegt - býður harðstjóm heim - að hafa allt vald á einni hendi. Þess vegna verður að skipta því á fleiri hendur. En um allt annað lætur Locke sér nægja að vísa til hefðar. Hjá Montesquieu fáum við hins vegar tiltölulega fágað kerfi hugtaka - ég ætla ekki að skeyta neitt um bresti í því - og tvenns konar réttlætingu á kerfinu. Þrí- skiptingin í heild styðst við eftirlitsrökin sem við getum kallað svo. Hún er til þess gerð að koma í veg fyrir misbeitingu valds, til að mynda misbeitingu lög- gjafarvaldsins í því skyni að setja ranglát lög. Við megum gjaman taka eftir því að eftirlitsrökin draga úr sjálfstæði greinanna þriggja að sumu leyti þótt þær krefjist þess að öðru leyti. Sjálfstæði dómstólanna styðst að auki við þegn- frelsisrök eins og ég nefndi. Sjálfstæðum dómstólum er ætlað að tryggja frelsi þegnanna undan ofríki annarra þegna og ekki síður framkvæmdavaldsins. Það er margt umhugsunarvert um þessar hugmyndir Montesquieus. Eitt er hversu vel þær geta dugað okkur nú á dögum. Nú em aðstæður allar aðrar en á átjándu öld, meðal annars vegna þess að Montesquieu hefur breytt þeim verulega með kenningum sínum. Viljum við til dæmis rökstyðja sjálfstæði dómstóla eftir hætti hans, annars vegar með tilvísun til þegnfrelsis og hins vegar með tilvísun til þess eftirlitshlutverks dómstóla að hafa hemil á öðmm greinum ríkisvaldsins? Það virðist geta breytt einhverju um eftirlitsrökin að í nútímaþjóðfélagi höfum við margvísleg tæki til eftirlits með ríkisvaldinu. Til dæmis höfum við á íslandi eins og nú standa sakir umboðsmann Alþingis, Ríkisendurskoðun, stjómarandstöðu og fjölmiðla auk dómstólanna. Það kann líka að breyta nokkru að við þurfum bersýnilega á sjálfstæðum dómstólum að halda til ýmissa ann- arra verka en eftirlitsverkanna, einkanlega til dóma í sakamálum og einkamál- um. Svo má enn spyrja hvort það breyti einhverju um erindi Montesquieus við okkur að nú er allt ríkisvald margfalt máttugra og umsvifameira en nokkurt rík- isvald sem hann hafði fyrir sér, til dæmis í atvinnumálum, heilbrigðismálum og menntamálum. Þessi máttur ríkisvaldsins á okkar dögum ætti að minnsta kosti að breyta einhverju um hugmyndir okkar um frelsi. En þessar spurningar og aðrar sambærilegar eru allt of viðamiklar til þess að ég reyni að takast á við þær. í staðinn ætla ég að vfkja aftur að fjölræði, og hyggja að rökum fyrir því. Hver eru rökin til að mynda fyrir sjálfstæði fjölmiðla eða sjálfstæði háskóla? Skyldu þau rök varpa einhverju ljósi á hugðarefni Montesquieus? 5. RÖK FYRIR SJÁLFSTÆÐI í FJÖLRÆÐI Fjölræði er meðal annars fróðlegt vegna þess að það er umdeilt, og getur 19 Sbr. Benn og Peters: Social Principles and the Democratic State, Allen & Unwin, London 1959,217. 201
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.