Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 29

Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 29
stefnda var því mótmælt að um bótaskylda sök væri að ræða hjá starfsmönnum spítalans og einnig væri óvíst og ósannað að besta sérfræðiþjónusta hefði getað komið í veg fyrir tjónið. Hæstiréttur taldi í ljós leitt (sjá bls. 2139 í dómasafni), að nokkuð hefði á það skort, að nægilegra öryggisráðstafana væri gætt við fæðingu drengsins miðað við aðstæður á sjúkrahúsinu og starfsreglur þess. Síð- an segir í dómi Hæstaréttar: Orsakasamhengi milli þess, sem fór úrskeiðis, og heilaskaðans, sem drengurinn varð fyrir, er að vísu ósannað, enda má telja víst af þeim læknisfræðilegu gögnum, sem við er að styðjast í málinu, að sú sönnunarfærsla sé mjög torveld. A hinn bóginn verður það ráðið af gögnum þessum, að um orsakasamband hafi getað verið að ræða. Eins og atvikum er háttað leiða sönnunarreglur til þess, að stefndi verður að bera halla af óvissu í þessum efnum. Samkvæmt því ber að leggja á stefnda óskipta fébótaábyrgð á tjóni áfrýjenda. Hér sýnist skýrt og ákveðið hafa verið dæmt eftir fyrrgreindum sjónarmiðum. Þriðji hæstaréttardómurinn sem hér skal nefndur um þetta efni var kveðinn upp 6. apríl 1995 í málinu nr. 386/1992. Þar var sjúkrahús krafið bóta vegna sýkingar í fæti sjúklings. Var af hálfu sjúklingsins talið, að sýkinguna mætti rekja til ófullnægjandi læknismeðferðar á sjúkrahúsinu, þegar þar var fram- kvæmd skurðaðgerð á fætinum. Af hálfu spítalans var því mótmælt að bóta- skyld mistök hefðu átt sér stað og einnig væri ósannað að unnt hefði verið að koma í veg fyrir afleiðingar sýkingarinnar, þótt greining og meðferð hefði verið markvissari. I dómi Hæstaréttar segir svo: Héraðsdómur, sem var skipaður sérfróðum meðdómsmönnum, hefur með ítarlegum rökstuðningi komist að þeirri niðurstöðu, að greiningu og meðferð af hálfu aðaláfrýj- anda á sýkingu í fæti gagnáfrýjanda hafi verið ábótavant. Afleiðingar meðferðarinnar, sem gagnáfrýjandi sætti í umrætt sinn hjá aðaláfrýjanda, hafi vart getað orðið aðrar en að veraleg skemmd yrði á lið í fæti hennar. Er talið að mikil líkindi séu fyrir því, að með markvissari meðferð á gagnáfrýjanda frá upphafi hefði farið á annan veg en raun varð á, enda megi lækna flestar bein- og liðasýkingar á borð við þá, sem hrjáði gagnáfrýjanda, með skjótri greiningu og markvissri meðferð. Þessu mati héraðsdóms, sem er í meginatriðum á sama veg og álit dómkvaddra matsmanna um mistök við meðferð gagnáfrýjanda, hefur aðaláfrýjandi ekki hnekkt með gögnum, sem unnt er að taka mið af við úrlausn málsins. Ber því að fallast á það með héraðsdómi, að mistök hafi orðið við læknismeðferð á gagnáfrýjanda í kjölfar skurðaðgerðarinnar 18. sept- ember 1984 og að aðaláfrýjandi beri á því bótaábyrgð. Ekki verður annað séð en að hér sé enn um að ræða afgreiðslu, er varðar sönn- un um afleiðingar, í stíl við þau sjónarmið sem Oliver Talevski gerir grein fyrir í fyrrnefndri grein sinni. Sjálfsagt má finna fleiri íslenska hæstaréttardóma, þar sem svipuðum aðferð- um er beitt í þessu efni. Niðurstaðan er sú, að í íslenskum rétti gildi um skaða- 215
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.