Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 38
skilningur á því sem verið var að gera hefði létt störfin. Það virðist til dæmis
takmarkaður skilningur á því að fjárhagslegir erfiðleikar þjóðfélags bitna
fljótlega á dómstólum þess og orsaka stóraukinn málafjölda, sem kallar á meiri
nrannafla og aukið vinnuálag. Breytingar þær sem nú hafa verið gerðar á rétt-
arkerfinu hafa þó eflt von um að nú sé að rofa til. Með þeim var skapaður
grundvöllur fyrir sjálfstætt réttarkerfi. Réttarfarsumbætur sem fylgdu í kjölfarið
hafa svo gert dómskerfið skilvirkara. Margt má þó enn lagfæra og réttarkerfið
verður að vera í sífelldri skoðun. Nauðsynlegt er t.d. að samhæfa betur starf-
semi rannsóknarvalds og ákæruvalds í opinberum málum svo ná megi fram
dómi í þessum málum sem fyrst eftir að þau eru upplýst. Þá er bið eftir hæsta-
réttardómi í einkamáli allt of löng, þrátt fyrir að dómum réttarins hafi á síðari
árum fjölgað jafnt og þétt. Það eru mannréttindi að fá úrlausn mála sinna innan
hæfilegs tíma enda gerir Mannréttindasáttmáli Evrópu ekki aðeins kröfu til þess
að aðilar dómsmáls í aðildarlöndunum eigi rétt á því að fá mál sín endurskoðuð
fyrir æðra dórni, heldur einnig að það gerist innan hæfilegs tíma.
V.
Erfitt getur reynst að spá fyrir urn hver verða muni þróun Hæstaréttar á
komandi árum. Svo sýnist sem að rétturinn sé alltaf að fá fleiri og flóknari við-
fangsefni til úrlausnar og ýmislegt virðist stefna í þá átt að áhrif dóma hans eigi
eftir að aukast. Það sem bendir til þess er t.d. að eftir því sem Alþingi lætur til
sín taka á fleiri sviðum virðist löggjöfin verða flóknari og jafnvel torræðari. Þá
hafa aukin áhrif ýmissa sérhagsmunahópa í för með sér aukna hættu á að rétt-
indi annarra verði fyrir borð borin og af því skapast oft málaferli. Aukin þátt-
taka þjóðarinnar í sífellt umfangsmeira alþjóðasamstarfi kallar einnig á ný
dómsmál, oft á nýjum sviðum réttarins.
Lausnir alþjóðíegra úrskurðaraðila, sem íslenska ríkið hefur heitið að fara
eftir, hljóta að hafa þau áhrif á íslenska dómstóla, að þeir horfi til þeirra og taki
tillit til lögskýringaraðferða sem þar koma fram. Þar sem þessir aðilar sýnast
yfirleitt stefna í þá átt með túlkunum sínurn á viðkomandi alþjóðasáttmálum að
víkka út valdsvið sitt, verða dómstólar aðildarlandanna að gera það líka svo
ekki myndist ósamræmi á milli aðferðanna.
Álitaefnum þjóðfélagsins ntun þannig líkast til fjölga. Reynir þá enn meira á
íslenska dómstóla. Þýðingarmikið verður þá að að vel sé að Hæstarétti búið.
Stjómskipunin þarf að ti-yggja að hann sé sjálfstæður og óháður r störfum sínum.
Staða dómaranna þarf að vera ömgg og starfsaðstaða við hæfi. Það er ekki nóg að
þeir séu þess sjálfir fullvissir að dómar þeirra séu sanngjamir og réttlátir. Fólkið í
landinu verður einnig að vera fullvisst um það. Alltaf verður að tryggja að til rétt-
arins veljist víðsýnir hæfileikamenn, sem hafi til að bera bæði almenna og faglega
þekkingu og reynslu. Verður þá réttaröryggi borgaranna og skilvirkni dómskerfis-
ins vonandi nægjanlega tryggt svo allir menn nái rétti sínurn.
Því enn eru í fullu gildi orð þau sem höfundur Njálssögu lætur Þorgeir ljós-
vetningagoða segja á Lögbergi árið 1000:
224