Tímarit lögfræðinga - 01.09.1995, Blaðsíða 51
Á þessum fundi voru rædd ýmis mál, sem eru ofarlega á baugi hjá norrænum
lögfræðingum, bæði varðandi kjara- og atvinnumál og fagleg efni.
8. FÉLAGASKRÁ OG FÉLAGSGJÖLD
í ár voru 804 gíróseðlar sendir til félagsmanna með árgjaldi, sem að þessu
sinni var kr. 3000. Alls hafa 624 greitt árgjaldið og eru félagsmenn, sem enn
eiga ógreitt, hvattir til að standa skil á greiðslunni.
9. STJÓRNARFUNDIR
Stjórnarfundir urðu alls 12. Milli funda unnu stjómarmenn mikið starf að auki
við hin ýmsu verkefni, sem félagið annast. Hafa meðstjórnarmenn mínir sinnt
þeim verkefnum, sem þeir hafa axlað, með miklum ágætum.
10. LOKAORÐ
Nokkrar breytingar eru fyrirsjáanlegar á stjórn félagsins með því að þrír
stjórnarmenn gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Mun Ingvar J. Rögnvaldsson
nú hverfa úr stjórn eftir að hafa setið þar í 8 ár. Þá munu Markús Sigurbjörnsson
og undirritaður einnig hverfa úr stjórninni eftir að hafa setið þar í 2 ár. Ég vil
þakka þeim og öðrum samstjómarmönnum mínum sérstaklega óeigingjörn
störf og ánægjulegt samstarf.
26. október 1994.
Gunnlaugur Claessen
LEIÐRÉTTING
í grein minni um hæstaréttardómara í 1. hefti Tímarits lögfræðinga 1995
láðist að geta þess, að auk Björns Sveinbjömssonar hafði Haraldur Henrysson
verið varaþingmaður, áður en hann tók sæti í Hæstarétti, og dr. Gaukur Jörunds-
son var settur hæstaréttarritari frá 1. febrúar til ársloka 1967.
Pétur Kr. Hafstein
237