Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 5

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Side 5
mánaða fangelsi fyrir sams konar brot. Þróunin tekur lengri tíma. Þróun af þessu tagi hefur vissulega átt sér stað. Má þar sem dæmi nefna að refsingar í kyn- ferðisbrotamálum hafa þyngst verulega undanfarin ár og þykir sumum þó ekki nóg að gert. Ennfremur eru refsingar að þyngjast í grófari líkamsárásamálum og einnig má nefna refsingar fyrir brot á áfengislöggjöfínni, þ.e.a.s. ólöglega bruggun og sölu áfengra drykkja. Þessi þróun er öllum almenningi ekki vel sýnileg og þarf að skoða og bera saman dóma á lengra tímabili til þess að merkja hana. Ég hygg að segja megi með nokkrum sanni að dómarar hafi hér að ein- hverju leyti haft þróunina og umræðuna í þjóðfélaginu í huga við refsimat sitt. Á aðalfundi Lögfræðingafélags íslands 24. október sl. var þyngd refsidóma á Islandi til umræðu. Þar höfðu framsögu einn saksóknari, einn dómari og einn hæstaréttarlögmaður sem nokkuð tíðum er verjandi í sakamálum. Þessir frum- mælendur kunna góð skil á þeirri þróun sem getið var hér að framan og refsimatinu að öðru leyti. Það var nokkuð merkilegt að frummælendurnir þrír voru á einu máli um að refsingar nú um stundir mætti telja hæfilegar og ekki ástæða til þess að þyngja þær. Á sömu skoðun virtust þeir sem til máls tóku á fundinun sem reyndar voru ekki margir. Ef til vill er það svo þrátt fyrir allt að við séum hér á sæmilega réttri leið. Það er full ástæða til að vona að svo sé. 141

x

Tímarit lögfræðinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.