Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 9

Tímarit lögfræðinga - 01.12.1996, Page 9
b) mála milli EFTA-ríkja sem varða túlkun og framkvæmd EES-samningsins, ESE-samningsins eða samningsins um fastanefnd EFTA (32. gr.), c) mála sem EFTA-ríki höfðar gegn Eftirlitsstofnun EFTA vegna ákvörðunar hennar og byggja á vanhæfi, verulegum formgöllum, brotum gegn ESE- samningnum, EES-samningnum eða réttarreglum um beitingu þessara samn- inga, eða valdníðslu (I. mgr. 36. gr.), sem og sams konar mála sem einstak- lingar eða lögaðilar höfða gegn eftirlitsstofnuninni (2. mgr. 36. gr.), d) mála sem höfðuð eru af EFTA-ríki gegn Eftirlitsstofnun EFTA vegna brota stofnunarinnar á ESE-samningnum eða ákvæðum EES-samningsins með því að láta hjá líða að taka ákvörðun (37. gr.), e) mála sem höfðuð eru gegn Eftirlitsstofnun EFTA til greiðslu skaðabóta (39. gr). Að því er varðar c-lið er ástæða til að benda sérstaklega á að einstaklingar og lögaðilar geta samkvæmt 2. mgr. 36. gr. ESE-samningsins vefengt ákvörðun Eftirlitsstofnunar EFTA fyrir dómstólnum.4 Hins vegar falla kvartanir einstak- linga á hendur samningsríkjum utan lögsögu dómstólsins. Á þetta hefur reynt í einu máli, en í því tilviki vísaði dómstóllinn kvörtun stefnanda frá dómi með rökstuddum fyrirmælum.5 Einstaklingar og lögaðilar sem telja að ríki hafi ekki uppfyllt skuldbindingar sínar samkvæmt samningnum verða því að bera fram kvörtun við Eftirlitsstofnun EFTA sem ákveður hvort ástæða sé til málshöfð- unar á hendur aðildarríki. Sá sem upphaflega bar fram kvörtun til eftirlitsstofn- unarinnar á þó ekki aðild að slíku máli.6 Auk þess sem fyrr er nefnt er dómstólnum heimilt að gefa ráðgefandi álit. Um það eru fyrirmæli í 34. gr. ESE-samningsins. Þar kemur fram að EFTA- dómstóllinn hefur lögsögu til að gefa ráðgefandi álit varðandi túlkun á EES- samningnum. Lögfest hefur verið sérstök heimild til handa íslenskum dómstól- um til að leita álits EFTA-dómstólsins, sbr. lög nr. 21/1994.7 Flest hinna veiga- meiri mála sem fyrir stofnunina hafa verið lögð eru beiðnir um ráðgefandi álit. 4 Um þetta er mál E-2/94 (Laxamálið) dæmi, sbr. nánar kafla III. 2. þessarar greinar. Sjá einnig mál E-6 og 6(Rev)/94 (Helmers), sbr. REC 1994-95, bls. 97 og 103. Málin voru m.a. höfðuð gegn eftirlitsstofnuninni. Fyrra málinu var vísað frá þar sem aðili hafði ekki lögmann í fyrirsvari fyrir sig eins og skylt er samkvæmt 17. gr. bókunar 5 við ESE-samninginn, sbr. og 1. mgr. 32. gr. starfsreglna EFTA-dómstólsins. í síðara málinu krafðist Helmers endurskoðunar fyrri. ákvörðunarinnar samkvæmt 92. gr. starfsreglnanna. Ákvörðunin var staðfest. 5 Sjá mál E-3/94 (Friedmann), sbr. REC 1994-95, bls. 83. í málinu kvörtuðu hjón búsett í Austurríki yfir beitingu austurrískrar löggjafar um búseturétt. EFTA-dómstóllinn vísaði málinu frá, þar sem það féll utan lögsögu dómstólsins, en einnig voru ýmsir formgallar á stefnu hjónanna, sbr. nánar REC 1994-95, bls. 84-87. 6 Dæmi um mál af þessu tagi er mál E-l/96, Eftirlitsstofnun EFTA gegn íslandi (Vöru- gjaldsmál) sem er til meðferðar fyrir dómstólnum þegar þetta er ritað. 7 Um ráðgefandi álit sjá t.d. Johansson, Martin og Westman-Clément. „EFTA-domstolens yttranden”. Svensk juristtidning 1994, bls. 23-28; Bungun, Per Steinar. „Norske domstolers rett til á stille prejudisielle spprsmál ved fortolkningen av E0S- eller EU-rett.” Jussens venner. 1995, bls. 329-343; Davíð Þór Björgvinsson: „Ráðgefandi álit EFTA-dómstólsins”. Tímarit lögfrœðinga 2 h. 1995, bls. 134-153. 145

x

Tímarit lögfræðinga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.